ég myndi annaðhvort hafa óskara eða svona bland í poka, og ég er hrifnari af blandinu Rope Fish
Polypterus
Gibbi
Black Ghost
geta allir verið saman og passa fint í 3-400L búr.
það fer eftir þvi hvort það séu felustaðir fyrir ancistrurnar. óskaranir eru snjallir í að láta litla fiska hverfa, ef þeir passa upp í kjaftinn á þeim. ég er ekki viss með hina fiskana, andri kannski svarar því
myndi láta þær ofaní búrið eftir að þú slekkur ljósin, þá eiga þær meiri séns í að komast óséðar niðrá botn og til að fela sig.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
En já það væri nú kannski sniðugt að slökkva bara ljósin þá
En guð hvað mig hlakkar til að fá mér stórt búr, þá verð ég loksins með þessa "fullorðins" fiska
Last edited by Karen on 08 Sep 2008, 17:10, edited 1 time in total.
Kannski, kannski ekki... Ég hef einu sinni prófað (stóra) ancistru með polypterus og hún fór að leggjast á þá og éta á þeim slímhúðina, sem getur leitt til sýkingar og vesens.
Sumar sugur gera þetta bara, sumar ekki.
Ég hef haft plegga í búrinu og þeir gera þetta ekki.
Hinsvegar eru polypterusarnir mínir mjög hrifnir af því að reyna að éta pleggana, 2 hafa verið drepnir og ég hef bjargað 2 tættum úr búrinu sem var verið að bögga.
Það voru reyndar bara báðir Ornatipinnis sem voru að ráðast á pleggana en ekki aðrar polypterus tegundir.
Annars er ekkert að því að prófa, bara passa að ancisturnar séu ekki of litlar til að komast uppí hina.
Þær eru reyndar ekki nema ca. 6cm núna.
En þá er bara spurning um að láta þær líka en ekki strax samt ætla að bíða eftir að þær hrygni.
Eða þá að fá sé bara lítið sugubúr
Ég er búinn að vera með mína 2 óskara með Kribbum síðan þeir voru 6cm þeir eru 28 - 30cm núna í 600 Lítrabúri og láta kribbana alveg vera, er með 3 - 4 pör í búrinu