Gróðurbúrið mitt :)

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Gróðurbúrið mitt :)

Post by Sirius Black »

Ákvað að koma með nýjan þráð um búrið mitt :) enda ekki búin að koma með fréttir né myndir í alveg heillangan tíma

En ég er búin að fá mér fleiri tegundir af plöntum og búin að grisja helling þar sem að búrið drukknaði næstum því í plöntum á tímabili og fiskarnir áttu erfitt með að synda um búrið :oops: Enda held ég að þeir hafi verið alveg hrikalega ánægðir þegar ég tók mig til og hreinsaði aðeins til og búrið bara leit svo miklu betur út eftir það, en auðvitað klikkaði ég á að taka mynd af því eins og það var þá.

En það urðu heilmiklar breytingar og enn meiri þegar við skruppum í Dýragarðinn og keyptum fleiri plöntur :) enda orðin leið á að hafa alltaf bara sömu plönturnar sem að líta eiginlega allar eins út :P Sem sé nokkrar týpur af vallisneru.

En jæja við keyptum einhverjar plöntur sem að ég hef ekki hugmynd um hvað heita :oops: fannst þær bara flottar og það var nóg fyrir mig.

En jább ákvað að taka myndir í kvöld og þetta er afraksturinn :) smá laufblöð þarna við yfirborðið en mun taka það :P

Image
Svona heildarmynd af búrinu eins og það er núna :) Er nokkuð ánægð með uppsetninguna , þó að kastalinn við bakið mun fá að fjúka bráðlega, orðinn eitthvað svo ljótur og ég komin með leið á honum :P

Image
Svo mynd með fínu loftdælunni.

Image
Smá nærmynd af þessum nýja gróðri sem að er þarna í miðjunni.

Image
Önnur svipuð mynd

Image
Hinum megin í búrinu, ekki eins plantað þar :P

Jæja læt þetta vera nóg af myndum í bili :) en vonandi er þetta nógu mikið plantað búr til að fá að fljóta með gróðurbúrunum :oops:
200L Green terror búr
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

mjög fallegt alveg keppnis. :góður:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott búr hjá þér, vel raðað.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Glæsó spæsó :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flott búr og glæsilegar myndir!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er alveg eðal hjá þér.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Glæsó.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

vá æðislegt búr!! :D
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

glæsilegt :D er þetta cabomba þarna til vistri?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Lindared wrote:glæsilegt :D er þetta cabomba þarna til vistri?
Átti að vera cabomba en fékk að sjá alvöru cabombu í Dýragarðinum og þær voru ekki eins :P þannig að ég er með einhverja aðra tegund sem að er samt ekkert ólík hinni. En keypti hana samt sem cabombu og stóð í þeirri trú hehe :P en finnst þessi samt flott en vex bara svo gríðarlega hratt :shock: maður hefur varla undan að klippa hana :P
200L Green terror búr
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flott búr hjá þér :góður: , gaman að sjá hvað það eru alltaf fleiri að fara í gróðurinn.
Plantan vinstra megin er sessifolia.
Nýja plantan þín í miðjunni, er þetta ekki Hygrophila difformis?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

rosalega flott planta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Lindared wrote:rosalega flott planta.
Já mér finnst hún einmitt koma svo vel út, þó að hún sólbrenni stundum svolítið efst :oops: En er farin að hafa minna kveikt á búrinu og þá gerist það ekki eins :) Einnig er ég að ná smá vexti í stóru vallisneruna mína sem að sést ekki á myndunum þar sem að hún er alveg klippt niður greyið og er hægra megin í búrinu á bakvið stóru plöntuna þar :P en vonandi kemur einver vöxtur í hana og að hún verði græn, var eitthvað svo brúnleit og ljót :?

En já með að fleiri séu að fara út í plönturnar, það er bara svo svakalega skemmtilegt að hafa allt lifandi og sjá það stækka og dafna :D Skil ekki afhverju maður fór ekki í þetta fyrr hehe :P svo þarf maður bara að fá sér fleiri plöntur :D
200L Green terror búr
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Hvað er rútínan við búrið og hvaða næringu ertu að gefa?
Ertu með næringarríkt botnlag? CO2?

"Sólbrennda" Sessiliflora þekki ég. Það sýnist mér vera tákn um næringarskort. Hún litast svona nálægt ljósnu hjá mér frekar ef næringu skortir.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hrafnkell wrote:Hvað er rútínan við búrið og hvaða næringu ertu að gefa?
Ertu með næringarríkt botnlag? CO2?

"Sólbrennda" Sessiliflora þekki ég. Það sýnist mér vera tákn um næringarskort. Hún litast svona nálægt ljósnu hjá mér frekar ef næringu skortir.
Er með svona gróðurmold undir frá Tetru (completa substrate) Síðan er ég að gefa eitthvað plöntudót út í vatnið frá Tetru líka (planta min). Svo er ég með CO2 (nutrafin) með heimabruggi, er bara ekki alveg nógu dugleg að skipta um það :oops: en ætla að breyta því núna og hugsa vel um bruggið mitt :P

Svo reyni ég að skipta á svona viku-10 daga fresti um svona 30-50%.

En með næringaskortinn, hvernig laga ég það? er eitthvað spes efni sem að þarf að setja út í vatnið eða eitthvað álíka eða er þetta plantamin nóg, var ekki búin að gefa það í svolítinn tíma því að ég átti það ekki til :oops: eða er eittvað svona sem að ég set bara á botninn fyrir ræturnar, kannski betra?
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Sven wrote:Flott búr hjá þér :góður: , gaman að sjá hvað það eru alltaf fleiri að fara í gróðurinn.
Plantan vinstra megin er sessifolia.
Nýja plantan þín í miðjunni, er þetta ekki Hygrophila difformis?
Jú þetta gæti verið þessi Hygrophila difformis, kíkti á tropica og fannst mér þær ansi líkar :)
200L Green terror búr
Post Reply