Fiðrildasiklíður

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Fiðrildasiklíður

Post by Elloff »

Var að fá mér par af slíkum, eru rétt að jafna sig og kynnast búrinu, apistogramma kallinn minn böggar þær helling en hann var reyndar að fá 2 kellingar í viðbót í sömu sendingu og "hresstist" mikið við það.

Hvernig býr maður að fiðrildinum til að fá þær til að hrygna? Apistogramma hefur ekki sýnt neina viðleitni hingað til hjá mér, en reyndar hafa zebra danio boðið upp á kavíarveislu amk einu sinni.

Öll góð ráð vel þegin, og eins með hvernig hægt er að hressa upp á apistogrammana mína íka.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lágt pH (6 eða minna), ferskur, próteinríkur matur og tíð vatnsskipti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég veit nú ekki með vatnsskipti en hjá mér hafa þeir hrygnt alla vegna 11 sinnum en þar sem ég er með gráðugan gurama þá hefur ekkert komist upp því miður
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Hvernig held ég ph stiginu undir 6 Keli? Hvaða fóðri mælið þið sérstaklega með? Vilja þær hafa felustaði úr grjóti eða eru rætur og kókoshnetur nóg?

Ég skipti um vatn 1x í viku og yfirleitt um 30%, botninn ryksugaður í leiðinni.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

mig minnir að ph gildi í krana vatni sé um 5,5 (en samt ekki viss, talaðu við or) apistogramma fiskar eru oftar en ekki hellafiskar eða leita sér skjól í hellum/skorum.
hvað þú átt að nota sem hella............... leir pottar, grjót, rætur (sem btha way lækka niður ph) jú kókoshneta er sniðug. hafðu eins mikið skjól fyrir þá eins og þú getur...
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kranavatnið er pH 7-7.5
Post Reply