Ákvað að koma með nýjan þráð um búrið mitt

enda ekki búin að koma með fréttir né myndir í alveg heillangan tíma
En ég er búin að fá mér fleiri tegundir af plöntum og búin að grisja helling þar sem að búrið drukknaði næstum því í plöntum á tímabili og fiskarnir áttu erfitt með að synda um búrið

Enda held ég að þeir hafi verið alveg hrikalega ánægðir þegar ég tók mig til og hreinsaði aðeins til og búrið bara leit svo miklu betur út eftir það, en auðvitað klikkaði ég á að taka mynd af því eins og það var þá.
En það urðu heilmiklar breytingar og enn meiri þegar við skruppum í Dýragarðinn og keyptum fleiri plöntur

enda orðin leið á að hafa alltaf bara sömu plönturnar sem að líta eiginlega allar eins út

Sem sé nokkrar týpur af vallisneru.
En jæja við keyptum einhverjar plöntur sem að ég hef ekki hugmynd um hvað heita

fannst þær bara flottar og það var nóg fyrir mig.
En jább ákvað að taka myndir í kvöld og þetta er afraksturinn

smá laufblöð þarna við yfirborðið en mun taka það

Svona heildarmynd af búrinu eins og það er núna

Er nokkuð ánægð með uppsetninguna , þó að kastalinn við bakið mun fá að fjúka bráðlega, orðinn eitthvað svo ljótur og ég komin með leið á honum

Svo mynd með fínu loftdælunni.

Smá nærmynd af þessum nýja gróðri sem að er þarna í miðjunni.

Önnur svipuð mynd

Hinum megin í búrinu, ekki eins plantað þar
Jæja læt þetta vera nóg af myndum í bili

en vonandi er þetta nógu mikið plantað búr til að fá að fljóta með gróðurbúrunum
