Smá Spurning um Oscar.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Smá Spurning um Oscar.

Post by Gremlin »

Hvernig er það er ekki Óskarinn hægur í vexti. Óskarinn minn byrjaði að blómstra og stækka jafnt og þétt og mér finnst hann hafa staðnað núna í vexti í dágóðann tíma enda gefið rétt passlega að borða. Ég gef honum mest Granules og Tetrapond sem strákarnir í Dýragarðinum mæltu með svona til hliðar af og til en ég fer hóflega í það því það er svo rosalega mikill sóðaskapur af því. En Óskarinn er á bilinu 13-16cm ég giska svona gróflega því ég hef aldrei mælt fiskanna mína.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég held nú að oscar vaxi frekar hratt miðað við aðra fiska :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

óskarar geta stækkað um 2-4cm á mánuði - stækka frekar hratt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Þessi matur "tetrapond" er hann ekki betri handa gullfiskum? Heldur en óskurum nú eða handa fiskum sem þurfa 50-50 grænt/dýraprótein) , er nokkuð nægt dýraproteini í fóðrinu? Kannski helst til mikið grænfóður handa þeim?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég mæli ekki með tetrapond að jafnaði handa síkliðum - allt í lagi í hallæri en það borgar sig að finna eitthvað próteinríkara fóður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Stækka hratt þangað til 20cm þá staðnar hann og byrjar að vaxa hægar

Notaði Síkliðu fóður, það er hannað fyrir þessar tegundir
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

og raekjur eru gódar og hollar ....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hrappur wrote:og raekjur eru gódar og hollar ....
...Og næstum allt hrátt/ferskt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Talandi um óskara.. parið er að undirbúa hrygningu aftur! :?
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Eins og ég segji þá nota ég Lítið af Tetrapond því það verður svo mikill sóðaskapur af því og gef frekar kisu það og já ég hef gefið rækjur með Tetra Granules sem virkar fínt en mér finnst samt vöxturinn hafa hægt á sér. En hæerna hvaða aðferðir eru þið að nota til að mæla fiskana ykkar.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvernig væri bara að gefa kettinum katta fóður og fiskunum rétt fiskafóður ? :)

Svo eru óskar sóða fiskar og ekkert framhjá því farið, þeir tæta upp matinn og spíta honum oft út um allt
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gefuru kettinum fiskafóður :shock: ?

en já eins og Squinshy segir þá eru oscarar miklir sóðar
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply