Þá er maður lentur frá Danaveldinu og skellti mér til Charlottenlund sem er rétt utan við Kaupmannahöfn en þar er Danmarks Aquarium staðsett.
Þetta er safn sem spanar nánast alla flóruna i fiskum en þess ber þó helst að geta að þarna eru salt bæði heit og kalt og þarna voru ferskvatnsfiskar úr öllum heimsálfum.
Til að mynda voru þarna tveir frændur Arowönunar sem ég hef ekki séð með berum augum áður en það voru tvær Arapaima Gigas fiskar en littlir þó en samt vel á annan meter. Þeir syntu tignarlega innan um svona átta stykki af rúma meters löngum silverarowönum og einni asiskri. Alveg magnað.
Þarna eru hákarlar, múrenur,stingskötur bæði fersk og salt,eitt búr þarna var eingöngu með malavi sikliðum og annað með fleiri hundruð pirönum i og svona má lengi telja.
Hvet alla til að fara að sjá safnið en ég tók engar myndir en slóðin þeirra er
www.akvarium.dk
Danmarks aquarium
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli