Útibúr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Útibúr

Post by Andri Pogo »

Er eitthvað því til fyrirstöðu að hafa fiskabúr utandyra?
Þá hef ég aðallega áhyggjur af frosti á veturnar.
En væri eitthvað annað sem þyrfti að hafa áhyggjur af ef ég gef mér það að búrið væri með hitara og í skjóli frá sól, snjó, roki & rigningu?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

vel lokað til að útiloka rusl
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það er nú það, ekki nema þá rafmagnskostnaður, mögulegt áreiti ef ekki á svölum og óhreinindi...???
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Útibúr

Post by Hrafnkell »

Andri Pogo wrote:Er eitthvað því til fyrirstöðu að hafa fiskabúr utandyra?
Þá hef ég aðallega áhyggjur af frosti á veturnar.
En væri eitthvað annað sem þyrfti að hafa áhyggjur af ef ég gef mér það að búrið væri með hitara og í skjóli frá sól, snjó, roki & rigningu?
Ég held það væri mjög sniðugt og skora á þig að reyna!

Ef þú ætlar að reyna að hafa trópískt hitastig á vatninu þarftu auðvitað mun öflugri hitara en innandyra. Innandyra er verið að tala um hitastigsmun upp á 0-5 gráður en utandyra væru það kannski 20-30 gráður sem þyrfti. 4-5 fallt meira hitaraafl þyrfti hugsa ég m.v. sama "duty cycle" á hitara (þ.e. hve mikið hann er í gangi).

Beint sólarljós væri eitthvað sem gæti verið til vandræða.
Veit ekki hvort hitaþennsla/samdráttur væri vandamál, trúlega ekki ef næst að halda búrinu á stöðugum hita.

Búrið yrði að vera vel lokað. Þá gæti súrefnisskortur orðið vandamál. Loftdæla leysir það eða öndunarrör.

Bara hugsa upphátt með þér...
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég held það verði spennandi að prófa þetta :)
Inga er ekki alveg jafn hrifin af því (eins og flestu öðru sem mér dettur í hug.. neinei smá grín)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Já og stærra búr ætti auðvitað auðveldara með að þola hitastigssveiflur vegna varmans sem vatn getur haldið í sér.

Alltaf gott að hafa afsakanir fyrir stórum búrum :)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

svo gætiru náttúrulega þar sem þér finnst soldið gaman að smíða, gert kassa utanum búrið og haft það soldið einangrað á 3 hliðum.
Nema náttúrulega að þú viljir geta farið í kringum allt búrið
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

best væri þá fyrir þig að flytja til td. florida og vandamálin væru úr sögunni
það er allt hægt en spurning með kostnað sem gæti orðið slatti
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

áttu þá við rafmagnskostnað Gummi ?
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Setur bara hitakabal í búrið.pappi setti svoleiðis í tjörninna i fjörukránni.
og já sólin min hita búrið og það mun vera þurunga plága.hefur uv ljós eithvað með þörung að gera.?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fer eftir því hvaða UV birtu þú ert að spá í UVC drepur þörunga

Hvað ætti að vera í búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

eins og kom fram í fyrsta pósti er þetta í skjóli frá sól og svo framvegis...

annars veit ég ekkert hvað ætti að vera í búrinu, það kom góður gestur áðan og kíkti á staðinn sem ég hef í huga.
hann sagði að gullfiskabúr væri hentugra því það þyrfti mikið til að halda búrinu í 25°
-Andri
695-4495

Image
Post Reply