Söfnun!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Söfnun!

Post by gudrungd »

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá ætla ég ætla að minna alla hér á söfnun sem er í gangi! Við erum að safna fyrir litlu fiskabúri fyrir gullfisk sem á heima í leikherbergi fyrir veikustu börnin á Barnaspítala Hringsins og þarf að vera á góðu hjólaborði sem er keyrt inn á stofurnar til krakkanna.

Upphæðin þarf ekki að vera há.... verðgildi eins sígarettupakka eða hamborgara breytir miklu ef við stöndum öll saman. Við sem eigum börn hérna vitum að nánast öll börn þurfa einhverntímann að koma þarna við, flest í stuttar heimsóknir en sum lengur. Starfið sem er unnið þarna er frábært og Spítalinn er byggður fyrir söfnunarfé ótrúlegra samtaka sem Hringskonur eru.

Hér eru upplýsingarnar hennar Ingu Þóran.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=4736

Og koma svo!! :yay:
Post Reply