Grjóthleðslur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Grjóthleðslur

Post by Elloff »

Ætla að setja grjóthleðslu í búrið, tíðkast að líma þetta saman til öryggis?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei, venjulega ekki :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er ekkert vitlaust að gera það ef grjótið er óstöðugt

En best er að raða upp þannig að það sé ekki séns á því að grjótið nái að færast

Mæli með því að fara í Flúrlampar Kaplahrauni 20 | 220 Hafnarfjörður og ná þér í ljóshlíf (Egg Crate), setja það í botninn á búrinu og stafla grjótinu á það
Getur reynst gott að líma fyrstu grjótin niður með Silíkoni

Eftir að hleðslan er tilbúin og þú sáttur með hana, þá setur þú sand í búrið

Ef sandurinn fer á undan grjótinu og þú ætlar að hafa fiska sem grafa í sand, geta þeir grafið undir grjótið og hleðslan hrinur eins og spilaborg, mjög líklega á glerið og það gæti brotnað :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Búrið er uppsett þ.a. ég ætla ekki að fara að setja egg crate í botninn. Hvaða fiskar eru að grafa í sandinn? Ég er m.a. með botiur, fiðrilda- og aphistogrammasiklíður og ancistrur, eru slíkir líklegir til að grafa og valda hruni?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já flestar síkliður grafa, ef þig langar virkilega að hafa grjóthleðslu mæli ég með því að taka búrið niður og gera þetta almennilega frekar en að þurfa kanski að kaupa nýtt búr, gólfefni og hugsanlega eitthvað fleira ef illa færi :)

Tæki smá tíma en það er þess virði til að vera öruggur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

svona on the safe side þá myndi ég líma grjóthleðsluna því það er aldrei að vita hvað náttúran getur gert manni (saman ber síðasta skjálfta) þær apistur sem ég hef verið með þá var eingin af þeim grafarar né GBR hins vegar þá er brikkin hrikalegur grafari.

Mig minnir að stærri fiskarnir séu að einhverjum hluta grafarar en ég er ekki með reynslu af þeim (kemur síðar vonandi)
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef látið duga að sópa sandinum frá plássinu þar sem hleðslan kemur og færa svo aftur að eftir hleðslu.
Það er ekki verra að líma grjótið saman en ef þetta er óvalt á ekki að þurfa þess.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Þakka heilræðin.
Hvað er "brikki" afsakið fáfræðina.
Hvaða lím er óhætt að nota í fiskabúrum.
Ef hellarnir eru opnir í báða enda kæra siklíðurnar sig þá ekkert um að búa um sig í þeim?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

brikkar eru brichardi, afríkusíkliður frá tanganyika vatni.
það má bara nota sýrufrítt sílikon, sérstaklega merkt "aquarium safe" eða álíka.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Silirub AQ
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég myndi líma grjótið já :)

Aðeins út fyrir efnið...
Andri Pogo wrote: það má bara nota sýrufrítt sílikon, sérstaklega merkt "aquarium safe" eða álíka.
Segir "fiskisagan" amk. Bent hefur verið á Silirub AQ sem fiskabúravænt sílikon, sem það er auðvitað. Sérstaklega stendur samt á Silirub AQ umbúðunum og í datasheetinu að það byggi á "acetic cure", þ.e. það er ekki sýrufrítt. En sýran gufar upp þegar það þornar.

Kom mér bara á óvart þegar ég sá upplýsingarnar um Silirub AQ.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég hef notað sílicon með sýru og það tók 5-6 vikur að verða í lagi
ef ég setti vatn í búrið og fisk var hann fljótandi daginn eftir
þess vegna er best að nota rétta kíttið strax svo hægt sé að nota búrið sem fyrst

í sambandi við grjóthleðslur í búrum þá hef ég verið með þær margar síðustu 30 ár eða svo og hef aldrei kíttað, en stærstu steinar neðst og þeir fara á botnin áður en sandur kemur síðan þarf að skorða hvern stein þannig að hann geti ekki hreyfst
ég hef oft ætlað að kítta saman steina en hingað til hef ég ekki prufað það
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply