Komið sæl.
Ég er í frekar erfiðri stöðu, veit ekkert hvað ég á að gera.
Þannig er mál með vexti að ég keypti 2 SAE og 2 Molly fiska í síðustu viku.
Fljótlega eftir það kom upp hvítblettaveiki í búrinu hjá mér, sem kom með Molly fiskunum.
Ég þreif dæluna,skipti um 20% af vatninu,saltaði búrið og fór svo daginn eftir og fékk mér lyf(contraSpot) og setti það í búrið samkvæmt leiðbeiningum.
Svo núna rétt áðan þá sá ég að 1 SAE fiskurinn var dauður, og allir hinir fiskarnir hjá okkur virtust hanga við yfirborðið í búrinu(líka SAE fiskurinn sem lifir)nema Anchistra sem ég er með, hún skýst samt upp á yfirborðið annað slagið mjög snögt niður aftur.
Það sem ég er að veltya fyrir mér er, Hvort það sé að verða súrefnislaust búrið hjá mér? og hvort það geti fylgt hvítblettaveikinni.Eða einhverjum aðgerðum í sambandi við þessa veiki.
Allavega ef þið hafið lent í þessu að fiskar hangi bara við yfirborðið,jafnvel botnfiskar, megið þið gefa mér ráð um hvernig ég get kippt þessu í lag hið fyrsta.
Takk fyrir.
P.S. Er þegar búinn að skipta um u.þ.b. 20% af vatninu í núna þegar ég varð var við þetta.
Vantar hjálp sem fyrst
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Loftdæla..
Var svolítið að lenda í þessu þegar ég var að byrja í fiskum en það var alltaf útaf því að það vantaði bara loft í búrið.. Mundi fá mér loftdælu sem fyrst ef þú ert ekki þegar með það við búrið..
Þú ættir að sjá muninn mjög fljótt eftir að þú setur loftdæluna í. Sum lyf get minnkað súrefnisinnihald vatns og því er mjög mikilvægt að auka hreyfinguna á vatninu á meðan á lyfjagjöf stendur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net