Góðan dag.
Ég er í vandræðum með að halda lífi í Gullfiskum. Ég setti upp stórt fiskabúr fyrir 3 mánuðum síðan. Eftir 2 vikur setti ég fyrstu fiskana í búríð. Síðan smám saman fjölgaði ég í búrínu þannig að ég var orðið með 13 gullfiska í hinu ýmsu litbrygðum. Svo keypti ég 2 ryksugufiska til að halda glerinu hreinu, en það var orðið dálítið skítugt. Síðan eftir það, fer einn og einn fiskur að deyja. Allir dóu þeir á sama hátt, urðu slappir, lögðust á botninn og misstu að lokum allan mátt og dóu. Í gær dó síðasti fiskurinn og ég tók eftir að ein ryksugan náði að festa sig við búkinn rétt áður hann dó. Hreistrið á öllum fiskunum varð dálítið upphleypt rétt áður en þeir dóu. Ég er að spá í hvort Ryksugurnar gætu verið orsakavaldurinn. Ég er með dælu sem nær að gára yfirborðið, þannig að það er ekki súrefnisskortur í vatninu um að kenna. Ég hef sett 2 efni í vatnið sem ég fékk þegar ég setti upp búrið. Ég hef bætt nýju vatni við ef það er farið að gufa upp. Ég hef gætt þess að sjá alfrið um fóðrun sjálfur til að fyrirbyggja of mikið fóður í búrið. Hvað gæti verið að? Ryksugurnar eru í fullu fjöri.
Gullfiska vandamál
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Bættiru þá alltaf bara smá vatni við? Varstu ekki að skipta um alveg 30-50% af vatninu vikulega eða á 2 vikna fresti? Þá er það skýringin, of mikil mengun í búrinu fyrir fiskana og gullfiskar eru miklir sóðar og menga vatnið sitt hratt.
Einnig hversu stórt búr er stórt búr hjá þér? Erfitt að átta sig á því
Einnig hversu stórt búr er stórt búr hjá þér? Erfitt að átta sig á því

200L Green terror búr
Sæll Chefausi
Til hamingju með fiskabúrið og leitt að heyra hvernig fór með fiskana þína.
Núna þegar þú færð þér nýja fiska þarftu að temja þér nokkra siði við umgengni og hirðu á búrinu.
Þú skalt skipta reglulega um hluta af vatninu í því. Persónulega mæli ég með því að skipta að minnsta kosti um þriðjung af vatninu í hverri viku en trúlega væri í lagi að gera það aðra hverja viku. Ekki sjaldnar.
Skipt er reglulega um hluta vatnsins til að þynna út úrgangsefni í vatninu. Úrgagnsefnin gufa ekki upp, bara vatnið. Því dugar ekki að bæta bara vatni í.
Þegar þú skiptir um vatn er allt í lagi að nota hitaveituvatn, blandað auðvitað úr krananum með köldu svo hitastigið sé það sama og í búrinu.
Þetta gerir vatnsskiptin auðveldari.
Þú skalt líka sjúga úrgang upp úr botninum sem sest þar. Auðveldast er að gera það með sérstakri slöngu með breiðum stút. Farðu í uppáhalds fiskabúðina þína og biddu um svona slöngu til að ryksuga botninn. Starfsfólkið þar kennir þér að nota hana. Matarleifar og úrgangur úr fiskunum fellur til botns og rotnar þar. Þau verða að efnum sem í of miklu magni eru eitruð fyrir fiskana. Trúlega var þetta það sem drap fiskana þína. Fiskar eru mis næmir og því lifa ryksugufiskarnir þínir en. Skiptu strax um helming vatnsins!
Gott að heyra að þú ert með góða hreinsidælu sem gárar yfirborðið. Í svömpum dælunnar lifir bakteríuflóra sem sér um að brjóta niður úrgangsefni og gera þau skaðminni. Þess vegna máttu aldrei þvo þessa svampa, hvorki með sápu eða heitu vatni. Þú mátt bara einu sinni í mánuði taka þá úr og skola upp úr vatni sem þú hefur tekið úr fiskabúrinu. Þannig viðheldurðu bakteríunum góðu.
Svo skaltu fara varlega í matargjafir. Fiskarnir þurfa ótrúlega lítið. Þú átt að gefa þeim það lítið að þeir klári það allt á um 2 mínútum. Þannig skammt máttu gefa tvisvar á dag.
Nú veit ég ekki hve stórt búr þú ert með en 13 gullfiskar eru ansi mikið og þarf töluvert stórt búr fyrir þá. Bakteríuflóran sem ég minntist á tekur margar vikur að byggjast upp. Á meðan er best að hafa frekar fáa íbúa í búrinu og bæta svo smám saman í. Það er líka skemmtilegra að vera ekki strax búinn að sprengja búrið utan af sér og hafa svigrúm til að prófa nýja hluti seinna.
Vonandi hjálpa þessi ráð þér með að láta fiskabúrið ganga betur næst.
Til hamingju með fiskabúrið og leitt að heyra hvernig fór með fiskana þína.
Núna þegar þú færð þér nýja fiska þarftu að temja þér nokkra siði við umgengni og hirðu á búrinu.
Þú skalt skipta reglulega um hluta af vatninu í því. Persónulega mæli ég með því að skipta að minnsta kosti um þriðjung af vatninu í hverri viku en trúlega væri í lagi að gera það aðra hverja viku. Ekki sjaldnar.
Skipt er reglulega um hluta vatnsins til að þynna út úrgangsefni í vatninu. Úrgagnsefnin gufa ekki upp, bara vatnið. Því dugar ekki að bæta bara vatni í.
Þegar þú skiptir um vatn er allt í lagi að nota hitaveituvatn, blandað auðvitað úr krananum með köldu svo hitastigið sé það sama og í búrinu.
Þetta gerir vatnsskiptin auðveldari.
Þú skalt líka sjúga úrgang upp úr botninum sem sest þar. Auðveldast er að gera það með sérstakri slöngu með breiðum stút. Farðu í uppáhalds fiskabúðina þína og biddu um svona slöngu til að ryksuga botninn. Starfsfólkið þar kennir þér að nota hana. Matarleifar og úrgangur úr fiskunum fellur til botns og rotnar þar. Þau verða að efnum sem í of miklu magni eru eitruð fyrir fiskana. Trúlega var þetta það sem drap fiskana þína. Fiskar eru mis næmir og því lifa ryksugufiskarnir þínir en. Skiptu strax um helming vatnsins!
Gott að heyra að þú ert með góða hreinsidælu sem gárar yfirborðið. Í svömpum dælunnar lifir bakteríuflóra sem sér um að brjóta niður úrgangsefni og gera þau skaðminni. Þess vegna máttu aldrei þvo þessa svampa, hvorki með sápu eða heitu vatni. Þú mátt bara einu sinni í mánuði taka þá úr og skola upp úr vatni sem þú hefur tekið úr fiskabúrinu. Þannig viðheldurðu bakteríunum góðu.
Svo skaltu fara varlega í matargjafir. Fiskarnir þurfa ótrúlega lítið. Þú átt að gefa þeim það lítið að þeir klári það allt á um 2 mínútum. Þannig skammt máttu gefa tvisvar á dag.
Nú veit ég ekki hve stórt búr þú ert með en 13 gullfiskar eru ansi mikið og þarf töluvert stórt búr fyrir þá. Bakteríuflóran sem ég minntist á tekur margar vikur að byggjast upp. Á meðan er best að hafa frekar fáa íbúa í búrinu og bæta svo smám saman í. Það er líka skemmtilegra að vera ekki strax búinn að sprengja búrið utan af sér og hafa svigrúm til að prófa nýja hluti seinna.
Vonandi hjálpa þessi ráð þér með að láta fiskabúrið ganga betur næst.