Getið þið borið kensl á þessa lúða

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Getið þið borið kensl á þessa lúða

Post by Birkir »

Jæja... Hvað heitir þetta lið?

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér sýnist þetta vera gibbi á fyrstu myndinni, næst kemur balahákarl en ég veit ekki hvað hinn heitir. Hef þó séð svona í fiskabur.is.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk elskan. Hvað heitir Bala á ensku?

Ég á tvo svona Gibba, báðir um 20cm!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Balinn er nú einhver tetrutegund, ég skal bara athuga hvort ég finni almennilegt nafn á hann.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Balantiocheilos melanoptrus
Bala Shark
(Tri-colored Shark)

Mér finnst gibbar alveg hrikalega flottir, 20 cm. gaurar eru alveg ágætir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk. Já þegar þessir gibbar fara af stað þá er eins og eitthvað grjót sé að þvælast. En þeir eru orðnir svo latir á þessum aldri að þeir eru ekkert að klippa niður plöntur og hrynda niður grjótuppstyllingum þegar þeir fara af stað.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég á einmitt 2 gibba. Annar er um 22cm og allra líklegast kk. Hinn er um 15 cm og held ég að hann sé kvk. allaveganna vill það svo til að hann stækkar ekki mjög mikið þessa dagana. En þetta eru mestu töfarar sem ég hef átt alla mína fiskaævi (ca. 2 ár).

En það er samt gaman að segja frá því að þessi stóri (sem konan mín vill kalla) "Big Mama". Hún er með rosalega feitan maga og (afsakið orðbragðið) hlussu varir. Maður á ekki til orð þegar maður sér hann á glerinu.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Tel þennan neðsta vera af Pangasius ættkvíslinni, en
hvaða tegund nákvæmlega treysti ég mér ekki í,
þær eru svo margar og fyrir mér líta þær allar eins út :oops:

Kanski finnurðu eitthvað með því að gúggla Pangasius sp. eða
Pangasius catfish :mrgreen:

Trítla flutti inn Pangasius sutchi og Pangasius sanitwongsei,
langaði sjálfri alltaf í þann síðarnefnda í albinó afbrigði *slef slef*
Vargur segir þér kanski hvaða tegund er í fiskabúr núna 8)
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Catfish? Þessi fiskur er mikið í miðjunni á búrinu og flakkar töluvert. Er ekkert sérstaklega catfish legur í hegðun. Hmmm...
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kattfiskar eru ekki bara botnfiskar.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

alls ekki bara botnfiskar Image
Þess vegna er þetta svona yndislegur flokkur Image

Prufaðu bara að gúggla eitthvað af þessu dóti sem ég skrifaði fyrir ofan í google images,
þá sérðu að hann er a.m.k. mjög líkur þeim Image

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jebb. Ég er all over this motherfucker. Takk fólk.
Post Reply