Félagsfundur hjá Skrautfiski

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Félagsfundur hjá Skrautfiski

Post by Ásta »

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 22. september hjá Ingu Þóru og Andra Pogo að Brekkuseli 29, kjallara, klukkan 20:00 og er það lokaður fundur fyrir félagsmenn.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið er velkomið að mæta og skrá sig og greiða á staðnum, gjaldið er 2.500.-

Fólk er hvatt til að mæta og tjá sig um hvers það væntir í félagsstarfinu í vetur.
Þá verður einnig glaðningur til þeirra félagsmanna er greitt hafa árgjaldið.

Þeir sem hafa hug á að mæta eru vinsamlegast beðnir að senda Andra eða Ingu ep svo þau geti bakað nóg :lol:

Vonumst til að sjá sem flesta.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

muna að skrá sig :wink: þetta verður bara skemmtilegt og kósý...og alls konar góðgæti :D
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

ég meiti engin spurningu :D
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Stephan wrote:ég meiti engin spurningu :D
hlakka til að sjá þig nágranni :D
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég veit ekki hvort ég kemst, ég á eftir að redda pössun fyrir grísina.. kallinn er að vinna svo lengi á kvöldin að ég veit ekkert hvernig þetta fer. en ég ætla að reyna að koma.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

2 dízur í kvöldmatinn og málið dautt! haha..
Vona að þetta reddist.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

hahah.. það er svoleiðis á hverju kvöldi.. :P
En vonandi reddast þetta, annars er hundabúrið alltaf klassík.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ákvað að skella í smá kort handa ykkur sem koma, ég var sjálfur ansi lengi að finna götuna þegar við fórum að skoða íbúðina því ég fór vitlausan hring.
Seljahverfið er frekar stórt og flókið hverfi og betra að vita í hvaða enda maður á að fara :)

Þetta er s.s. nálægt Select við Breiðholtsbraut, fer eftir Seljabrautinni (sem liggur samhliða Breiðholtsbraut), inn Engjasel og þaðan inn Brekkusel.
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

afhverju er aldurstakmark hvenar má gana í skrautfisk?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það miðast við 16 ára aldur og það er vegna þess að við nennum ekki að hafa fullt af krökkum.
Og svo mega yngri en 16 heldur ekki vera úti eftir kl. 20 á kvöldin :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Post by whapz »

Hvernig er þetta skrautfiska félag, Eitthvað skemmtilegt :P :D
Væri alveg til í að fá smá upplýsingar um þetta.. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Við höfum reynt að hittast 1x í mánuði á veturnar, ýmist á lokuðum fundum í heimahúsum eða á fundum í verslunum.
Félagsmenn fá afslátt af vörum hjá Trítlu og Dýragarðinum og svo hafa Fiskó og Dýragarðurinn veitt ríflega afslætti þegar fundir hafa verið haldnir þar og stundum höfum við fengið gjafir s.s. fóður, gróður o.fl.

Við byrjum a.m.k. að ræða fiskamál, stundum fyrirfram ákveðið og stundum spinnast umræðurnar útí það sem fólk vill ræða varðandi fiska.
Það kemur líka fyrir að umræðurnar leiðast út í eitthvað allt annað en það er alltaf voðalega gaman hjá okkur.

Það er óhætt að segja að innan þessa hóps hafa myndast mikil vinatengsl, auðvitað mismikil á milli manna en þarna eru margir sem ég myndi getað bankað uppá hjá og fengið hreina sokka ef mig vantaði (var þetta nokkuð of væmið) :-)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég sem var að boða húsfund þetta kvöld! Hefði viljað kynnast félaginu (og félögum auðvitað).

Kemur fundur eftir þennan geri ég ráð fyrir :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég reikna með að næsti fundur verði opinn og þá geta allir komið og kynnt sér félagið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Mig dauðlangar til að koma.... hef borgað hærri árgjöld í ómerkilegri félög en þetta! :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú ert velkomin gudrungd.
Það er líka svo skemmtilegt við félagið að það er hellingur af stelpum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vá hvað mig langar að ganga í félagið og mæta á svona :D en langar ekki að fara ein þar sem að ég þekki engann þarna og kærastinn vill ekki koma með mér :P honum finnst þetta eitthvað hallærislegt :crazy: vill víst ekki þurfa að segja að hann sé að fara á fiskafund :P
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Iss bara mæta sirius - maður þekkti ekkert af þessum vitleysingum fyrst ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég er löglega afsökuð :wink:
Erum á kafi í göngum og fjárragi þessa daga. (lau - mið)
En langar nú að fara að kíkja í félagið.
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

Ásta wrote:Það miðast við 16 ára aldur og það er vegna þess að við nennum ekki að hafa fullt af krökkum.
Og svo mega yngri en 16 heldur ekki vera úti eftir kl. 20 á kvöldin :wink:


´rg má nú vera úti til 10 :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gunnarfiskur wrote:
Ásta wrote:Það miðast við 16 ára aldur og það er vegna þess að við nennum ekki að hafa fullt af krökkum.
Og svo mega yngri en 16 heldur ekki vera úti eftir kl. 20 á kvöldin :wink:


´rg má nú vera úti til 10 :lol:
Well, reglur eru reglur, og þar segir að yngri en 16 ára eiga ekki möguleika á að koma í félagið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja þá er maður búin að skrá sig í félagið :) og maður lætur kannski sjá sig þarna , en á eftir að ákveða það :P
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jú, jú, bara mæta.
Þú gætir kannski fengið far með einhverjum. Ég bý t.d. í Bökkunum ef þú ert í nálægð við mig.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Post by whapz »

Var að spá hvort maður getur ekkið komið í svona prufutíma.. :P Er alltaf að verða spenntari og spenntari fyrir þessu.. Eeek
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Það eru alltaf af og til opnir fundir og þá er um að gera að mæta. :wink:
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég er að spá í að kíkja. er ekki málið að reyna að draga kæró með, koma henni í áhugamálið. er ekki bara einn sem borgar í félagið af mökum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jú, þannig þú verður endilega að draga hana með... alltaf að græða !
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég kem auðvitað :veifa:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég kem ekki :(
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Brynja wrote:Ég kem ekki :(
æi en fúlt.... :(
Post Reply