Við höfum reynt að hittast 1x í mánuði á veturnar, ýmist á lokuðum fundum í heimahúsum eða á fundum í verslunum.
Félagsmenn fá afslátt af vörum hjá Trítlu og Dýragarðinum og svo hafa Fiskó og Dýragarðurinn veitt ríflega afslætti þegar fundir hafa verið haldnir þar og stundum höfum við fengið gjafir s.s. fóður, gróður o.fl.
Við byrjum a.m.k. að ræða fiskamál, stundum fyrirfram ákveðið og stundum spinnast umræðurnar útí það sem fólk vill ræða varðandi fiska.
Það kemur líka fyrir að umræðurnar leiðast út í eitthvað allt annað en það er alltaf voðalega gaman hjá okkur.
Það er óhætt að segja að innan þessa hóps hafa myndast mikil vinatengsl, auðvitað mismikil á milli manna en þarna eru margir sem ég myndi getað bankað uppá hjá og fengið hreina sokka ef mig vantaði (var þetta nokkuð of væmið)

You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.