240L Malawi.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

240L Malawi.

Post by Toni »

Jæja ég ákvað að breyta til í búrinu hjá mér, því það var orðið full lítið fyrir kvikindin sem voru í því. Ákvað að skella mér á Malawi.

Íbúar:
1x Yellow Lab 5-6cm
2x Melanochromis maingano 5-6cm
2x Man ekki hvað heitir :( 10-12cm
4x SEA Þörugnaætur.
1x Brúsknefur(held ég að hann heitir það, kem með mynd fljótlega.)
Fleiri væntanlegir.

Myndir

Image
Er ekki alveg sáttur við bakgrunninn.. fynnst hann alltof ljós :(
og ljótt þar sem hann liggur ekki alveg við glerið. þar að segja þessi dökku svæði í honum

Image

Image
Ekki viss hvað þessi kall heitir eitthvað xxxxxx Reef

Image
Hér er mynd af hjóninu í búrinu :)

Image
Melanochromis maingano

Image

Image
Yellow Lab

Image

Image
SEA

Image
Voða þreyttur hérna.

Endilega ef einhver á seiði handa mér látið mig vita... væri helst til í yellow lab eða einhverja ljósa á litinn.

Vonandi hafið þið gaman að sjá þessar myndir

Kveðja Toni
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

sambandi við bakgrunninn þá fékk ég olíu sem heitir Seaview í Dýragarðinum, berð á bakgrunninn og notar svo klút eða eins og ég gerði svona gluggasköfu til að ná loftbólunum undan, ekkert mál að taka aftur af ef hann er skakkur og reyna aftur. Hann situr svo alveg fastur og ekkert mál!

B.t.w. flott búr og glæsilegir fiskar, sérstaklega hjónakornin!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég þykist nokkuð viss um að hjónin þín séu hommar :)

Þessi með minna af litnum er líklega bara non dominant karl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Protomelas fenestratus Taiwan reef er alltaf flottur
og með hjónin ertu heppinn þar sem þetta eru tveir karlar að það er búið að leyfa giftingu á samkynhneigðum
en ef þú ætlar að fá seiði þá ertu í smá veseni hehe
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

flott búr hjá þér hvar fékkstu mölina ?
Mér sínist fiskurinn á neðstu myndinni vera Borley kall.

Protomelas fenestratus er það víst rétt hjá gumma :oops:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ok er hann þá ekki þreyttur á neðstu myndinni ? Er hann bara tilbúinn fyrir félagann :?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Maningo geingur hann ekki lika undir nafninu melocromis johani.eða er ég bara að rugla hef átt svona kvekindi og hann hét johani þá,kéllingarnar eru gular?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Ekki kaupi ég það að þetta sé taiwan reef, ég myndi skjóta á Protomelas taeniolatus
hérna er mynd af Taiwan reef: http://www.alloddballaquatics.com/cichl ... tratus.jpg
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottir fiskar og snilldar myndir hjá þér Toni :góður:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

keli wrote:Ég þykist nokkuð viss um að hjónin þín séu hommar :)

Þessi með minna af litnum er líklega bara non dominant karl.
Nei hver andskotinn.... ég sem er búinnað vera bíða eftir seiðum, það er þá langt í að það gerist hjá þeim.

Búðin seldi mér þetta sem par og sagði að þeir myndu heita
Protomelas fenestratus Taiwan reef
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

ulli wrote:Maningo geingur hann ekki lika undir nafninu melocromis johani.eða er ég bara að rugla hef átt svona kvekindi og hann hét johani þá,kéllingarnar eru gular?
nei, en karlanir eru líkir.
Toni, hvaða búð var það? Og þú sérð að þetta eru tveir karlar, út af því að kerlingarnar taka ekki liti.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

mér sýnist nú að þessir sae séu ekki sae heldur flying fox.
en annars mjög flott bur.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

malawi wrote:mér sýnist nú að þessir sae séu ekki sae heldur flying fox.
en annars mjög flott bur.
nei ekki segja þetta... Helduru að þetta sé ekki sae, þeir djöflast allavega við að hreinsa allann hárþörunginn sem var að myndast á plöntunum hjá mér ????

En eruð þið vissir að þetta séu 2 kallar í búrinu hjá mér ?

og ég ætla ekkert að vera að taka það fram í hvaða búr ég keypti þá... örugglega ekki ætlunin að selja mér þá sem kk og kvk... mannleg mistök.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér synist þetta einmitt vera the one and only SAE
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jebb SAE
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Toni wrote:
malawi wrote:mér sýnist nú að þessir sae séu ekki sae heldur flying fox.
en annars mjög flott bur.
nei ekki segja þetta... Helduru að þetta sé ekki sae, þeir djöflast allavega við að hreinsa allann hárþörunginn sem var að myndast á plöntunum hjá mér ????

En eruð þið vissir að þetta séu 2 kallar í búrinu hjá mér ?

og ég ætla ekkert að vera að taka það fram í hvaða búr ég keypti þá... örugglega ekki ætlunin að selja mér þá sem kk og kvk... mannleg mistök.
jamm þetta er sae, og já þetta eru 2 kallar.
Ástæðan fyrir að ég spurði um búð er ekki út af ruglingi með 2kk í staðinn fyrir par, slíkt getur alltaf skeð, heldur er ég að pæla með hvort viðkomandi búð hafi haft Taiwan reef á boðstólum.
Ég veit að dýrastaríkið, fiskó og dýragarðurinn eru allar að selja hann.
En ef þú googlar taiwan reef og skoðar myndir af honum, þá sérðu muninn á honum og fiskunum þínum, þínir hafa t.d. ekki hvítu blesuna og litirnir eru allt öðruvísi.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

voða flott búr hjá þér! mér finnst bakgrunnurinn flottur en það þyrfti bara að kaupa svona olíu eins og guðrún var að tala um :góður:
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Ákvað að sýna ykkur myndir af nýja parinu í búrinu.
Mér var sagt að þetta væru Aulonocara baenschi par.
ef einhver er ekki sammála látið mig vita þá.

Kallinn
Image

Kellan
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það gæti passað að þetta væri baenschi þótt fleiri týpur séu með þennan lit í vatninu
en samt er kerlingin eitthvað að angra mig
minnir að þær séu meira rákaðar og síðan finnst mér lagið á henni minna mikið á blandaðan Ahli en vonandi er það bara myndin sem er að stríða mér
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

úff ekki veit ég :S

en eru þessir hvítu blettir á ugganum að aftan neðan á henni, eru þetta ekki svona blettir sem eru alltaf á köllunum ?

skal reyna að taka betri myndir af henni í kvöld.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

kerlingar geta verið með smá eggjabletti líka
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já okey, þeir eru frekar daufir þannig þetta er örugglega rétt hjá þér. Thanks.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Ein ný kella búinn að bætast við

Þetta er Johannii kella, samkvæmt fyrri eigandanum.
Image

Hún er nú bara búin að vera í sólahring í búrinu og byrjaði á því að eigna sér ALLA hellana í því þar til hún tók uppá því að gera sér holu undir eina rótina í búrinu og hér er hún að fara ofaní hana.

Image

og ein svona af búrinu sjálfu, reyndar nokkrir fiskar í felum en allavega. Meiningin er að breyta aðeins uppröðunni í því, þarf að finna mér flotta steina í búrið. Kannski getur einhver bent mér á hvar maður finnur hentugt og flot grót fyrir búrið.
Image
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flott búr og geggjuð möl,hvar fékkstu hana ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

hjá fyrirtæki sem ég var/er að vinna hjá, fyrirtæki sem gerir svona steinteppagólf. skipti á möl og Ancistrum ?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Endilega,sendu mér ep :)
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Getur einhver sagt mér hvað þessi heitir, er þetta Brúsknefur eða eitthvða álíka ?

Henti smá gúrku til hans og hann var alveg brjálaður í hana
Image

Tók mynd 2 tímum seinna :)
Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Einnig ákvað ég að hend inn 2 myndum af 2 fiskum. Láta ykkur dæma um hvort par sé að ræða, ég keypti þau sem par en hef fengið ábendingar um að kerlingin sé ekki af sömu tegund.

Vonandi getið þið hjálað mér eitthvað útfrá þessum myndum. get komið með fleiri myndir ef þið viljið.

Þetta á að vera Aulonocara baenschi par

Karlinn:
Image

Konan:
Image

Það eru líka aðrar myndir hér aðeins fyrir ofan.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þessi sogmunni kallast víst gibbi :) Verður um 35cm :-)
Helvíti flott eintak :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já okey verður þetta helvíti svona stórt :S

væri kannski bara gáfulegra fyrir mig að fá mér nokkrar ancistrur í staðin.
Post Reply