Við erum með frontósu, johannii og maingano og svo tvo fiska sem ég veit ekki alveg hvað heita, en líta svona út:

Annar þessara fiska byrjaði að synda í hringi í gærkvöldi, synda á hlið og "krassa" á hluti. Lenti t.d. í eitt skiptið á humrinum, hvorugum til mikillar gleði.
Hann lá svo á botninum og synti örlítið áfram hægt og hægt, en við náðum þá að veiða hann upp úr og setja hann í dollu með vatni í og þar dó hann.
Síðan í morgun var hinn svona fiskurinn dáinn.
Við erum búin að leita að öllum fjandanum sem getur verið að, og ég fann rækjubita á botninum á búrinu sem voru svona eiginlega "púffaðir".
Við neyðumst til að gefa þeim það mikið svo eitthvað detti á botninn handa humrinum (lentum í því fyrst að humarinn var svangur og kleip mikið í frontósuna) en getur verið að þetta sé að menga búrið?
Það er ekki langt síðan við skiptum um vatn, - eða bara núna á mánudaginn, um svona 30-40%.
Hinir fiskarnir veigra sér núna við að vera í miðjunni á búrinu og eru allir útí horni hjá dælunni.
Humarinn var þar líka lengst af, en er núna búinn að færa sig í hinn endann á búrinu.
Er nóg fyrir okkur að kaupa ryksugu og ryksuga upp botninn?
Eða gæti þetta verið einhver sjúkdómur?
Hvernig gefum við svo humrinum að éta ef við ryksugum allt upp af botninum?
Með fyrirfram þökk
Tigra