loftbólur á yfirborðinu

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

loftbólur á yfirborðinu

Post by Fiasko »

Komið sæl.

Það er komið svo mikið af loftbólu á yfirborði fiskabúrsins hjá mér sem springa ekki.
Og ég var að spekúlera í hvað það er sem veldur.

Ég er með loftdælu í búrinu.
Hef nýlokið hvítblettameðferð og skipti um c.a. 20% vatn í gær.Getur verið að þetta tengist því eitthvað?

Eða er þetta eitthvað allt annað?


Takk fyrir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líklega próteinfilma sem safnast gjarnan á yfirborðið á búrum. Þú getur aukið hreyfinguna á yfirborðinu og reynt að moka þessu af. Þetta er ekki beint hættulegt, en getur minnkað súrefnisupptöku í vatninu og er stundum vísbendingum að vatnsskilyrði séu ekki uppá sitt besta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Er þá ráðlegt að skipta um önnur 20% í dag?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já, ekkert að því
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Getur líka verið tegund þörungs sem nefnist "surface scum". Aftur bendir þetta á að of mikið sé af lífrænum úrgangsefnum í vatninu.

20% vatnsskipti hafa voða lítið að segja til að minnka styrk úrgangsefna. Hví ekki að taka 50% fyrst maður er að þessu á annað borð?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Er ekki líklegt að það sé próteinfilma ef þetta er glært en ekki grænt? spyr af því að ég hef aðeins séð þetta hjá mér! eins og vatnið hreyfist undir yfirborðinu en ekki yfirborðið sjálft. (tek fram að ég geri núna samviskusamlega 50% vatnsskipti að ráðum Hrafnkels á 5 - 7 daga fresti, legg til að hann breyti nafninu sínu í Hrafnkellhundraðogfimmtíuprósent!)
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Ég er semsagt búinn að skipta um 40% af vatni síðustu 2 daga.

Ég ryksugaði mölina í gær(stóran hluta af henni) þegar ég skipti um vatnið.

Það er einhvernveginn eins og loftbólurnar sem koma úr loftdælunni hjá mér springi ekki þegar þær koma á yfirborðið, heldur safnast upp á yfirborðinu, þannig að 60% af yfirborðinu er þakið loftbólum.


Þá kemur að heimskulegu spurningu dagsins :D

Er einhver möguleiki að vatnið geti verið of súrefnisríkt?
Það sé betra að slökkva á loftdælunni í 1-2 daga?





P.S. Þetta er ekki grænleitar loftbólur, heldur glærar.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég veit ekki hvernig fiska þú ert með, en ég var með sömu spurningu um daginn á öðru spjalli og fékk þetta svar frá Rebekku:
"Bardagafiskahængir búa til loftbóluhreiður, þeir nota loft sem þeir ná í á yfirborðinu og búa til loftbólur sem þeir líma svo saman með munnvatninu. Þegar þeir hafa kerlingu, þá gera þeir sig til fyrir henni, sperra út uggana og sýna sig og svo þegar þeir eru búnir að fá hana til við sig, þá vefja þeir sig utan um hana og kreista út úr henni hrogn og stinga þeim upp í hreiðrið. En karlgreyið þitt hefur enga kerlingu, þannig að hreiðrið mun bara hjaðna. En þú mátt búast við að hann geri þetta reglulega. Það er bara í eðli hans.
Gúramar gera þetta líka og það er alveg yndislegt að fylgjast með perlugúramanum mínum gera sig til við kerlinguna. Það er eins og hann dansi fyrir hana og sperrir uggana eins og hann getur."
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég myndi veðja á skýringuna hans kela, loftbólurnar hjá mér eru bara eftir gutl frá dæluúttakinu en fljóta svo endalaust. Þetta byrjaði pottþétt hjá mér þegar ég byrjaði að gefa fiskunum hjartagums. Ég skipti samt um 20% vikulega og síðan 50% upp á síðkastið og ryksugaði allan botninn í hvert skipti en þetta breyttist ekkert. Fiskarnir eru svo nýlega farnir að hanga stundum undir yfirborðinu. Ég fleytti í dag ofanaf vatninu kannski 4-5 lítra og þetta hefur minnkað stórkostlega (kassalaga dolla og lítið í einu). Ef þú ert með loftdælu þá sérðu örugglega illa ef það er hálfgerð brák á yfirborðinu.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég fékk líka svona loftbólur í fiskabúrið mitt um daginn, ég prófaði að skipta um 30% vatn og þær hafa ekki komið aftur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply