5 centin mín..... tunnudæla eða ekki tunnudæla er bara spurning hvort þú vilt horfa á dæluna í búrinu. þessi fluval dæla er örugglega fín, og gerir alveg sitt gagn með eðlilegum filterskiptum. Ég reif fullkomlega fína innbyggða juweldælu úr búrinu mínu af því að hún var akkúrat í sjónlínu úr sófanum og ég fékk góða notaða eheim tunnudælu á spottprís. Ég þarf ekki að taka filterana í dælunni eins oft en þeir eru örugglega dýrari. Í þínum sporum myndi ég byrja með fluvaldæluna og splæsa frekar í dýrari tunnudælu seinna.
okimm ég er búin að ákveða þetta.. átti gamalt búr sem ég ætlaði að selja en er hættur við það og er búin að vera að basla við það í kvöld að taka það í sundur og ætla svo með það í fyrramálið að láta skera af því þannig að búrið mun koma til með að vera 160 lítrar og málin verða 80x40x50