Synda á hlið?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Synda á hlið?

Post by guns »

Það er ein hérna í vinnunni sem er með lítinn gullfisk í kúlubúri... Ég kíkti á hann áðan og hann var að hegða sér soldið furðulega, svona eins og hann vildi synda á hlið...

Ég tékkaði á vatninu, sem var í lagi, skipti aðeins um til öryggis. Hann borðar... þannig þetta er vonandi ekkert stórmál, en undarleg hegðun öllu heldur.

Ég get ekki náð myndum af þessu því miður, en vona að lýsing á atferlinu sé nógu ljós :)

Dettur ykkur í hug einhver ástæða fyrir þessu? :)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Hvað segiði um að endurtaka vatnaskipti vikulega... 50% kannski... og salta? Haldiði að hann verði ekki góður við það? :)
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

minn gerði þetta i tima skikpti um vatn og fekk burfelga hann lagaðist um leið
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvað er hann í stórri kúlu? ef hann er í lítilli kúlu ert best að skipta um 50% daglega, gefa honum bara lítið að borða, því matur mengar svo ef óétinn matur verið eftir. honum á eftir að líða miklu betur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég veit nú ekki nákvæmlega stærðina... kannski 10 lítrar eða svo....

Veit nú ekki alveg hvort að búrfélagi sé málið í svo lítillri kúlu. Hann hefur líka verið góður þarna einn í að verða 1 ár.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

vatnaskipti daglega er málið. myndi ekki bæta við öðrum fisk í svona litla kúlu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply