veikir fiskar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
simbi
Posts: 1
Joined: 27 Sep 2008, 19:47

veikir fiskar

Post by simbi »

Ég er með 95 lítra búr síðan í júní. Og allt hefur gengið vel þangað til núna í vikunni að ég sá hvíta bletti á nokkrum fiskum, þá hafði ég samband við Dýrabúðina þar sem ég keypti fiskana, og var mér sagt að ég gæti sett 50 gr. af grógu salti í búrið, en þyrfti líka að setja lyf í búrið,
Og svo í gær setti ég lyfið í búrið eftir að hafa tekið 1/3 af vatninu og sett nýtt í staðin og hækkað hitan uppí 27 C°. Og svo í morgun voru komnar fleyri blettir. þá hafði ég samband aftur við búðina, og var sagt að þetta væri eðlilegt.
En svo bara núna eru nokkrir dauðir og þeir eru allir upp við yfirborðið. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er mikilvægt að auka líka súrefni í búrum þegar maður er að hækka hita og gefa lyf.
Bæta við loftdælu eða vera viss um að hreinsidælan gári yfirborðið duglega.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú ert vonandi búinn að skipta nokkrum sinnum um vatn síðan í júní ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

lyf eru ekki endilega rétta lausnin fyrir fiska. oftast bara best að setja gróft joðlaust salt í búrið og hækka hitan. sumar plöntur þola ekki salt en sumir fiskar þola ekki lyfin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Lenti í svona hvítblettaveiki.
Lyfið virðist klára allt súrefni í búrinu, þannig að loft-dæla er algert möst(í það minnsta á meðan meðferð stendur yfir).

Það var orðið það lítið súrefni að SAE og Achistran var farinn að hanga uppi við yfirborðið, 1 SAE drapst en fékk svo ábendingar hér á spjallinu hvernig ég ætti að tækla hlutina.
Post Reply