litli ljóti andarunginn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

litli ljóti andarunginn

Post by Gudmundur »

hvernig væri að fá hér inn myndir af fiskum sem þið hafið keypt í seiðalitum sem síðar urðu flottir
ástæðan að ég vill setja þetta inn er að ég hef oft reynt að sannfæra fólk um að einhver litlaus fiskur eigi eftir að verða flottur

td. var ég að reyna að selja Tanganyika killí í búðinni en fólk hafði ekki áhuga á honum vegna litleysis ( 5 cm seiði)

Image

en þegar hann eldist er þetta útkoman 15 cm
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég keypti nokkra smáfiska hjá ofangreindum sem voru fluttir inn sem Dovii en reyndust svo vera Jaguar.
Ég var svolítið súr fyrstu dagana eftir að ég komst að þessu en það myndaðist svo par sem varð að einu fallegustu fiskunum á heimilinu.
Í dag er ég mun ánægðari með þá sem Jaguar því ég hefði liklega löngu verið buinn að losa mig við Dovii-ana

þegar ég fékk þá:
Image

og karlinn í dag:
Image

Svo nokkru fyrr var ég í sömu búð að leita að einhverjum flottum og var bent á þetta grey:
Image

hann var um 7cm og faldi sig hreyfingarlaus bakvið plöntur, fannst hann ekki sérlega spennandi en ákvað að kaupa hann..
Svona rættist svo úr honum og hann er enn að stækka:
Image
-Andri
695-4495

Image
Post Reply