Hverjir eiga Óskar ?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Hverjir eiga Óskar ?

Post by Vargur »

Enn einn Óskaraþráðurinn.

Hverjir eiga Óskar og hvað marga ? Myndir og jafnvel einhverjar nánari upplýsingar vel þegnar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hér eru mínir þrír. Þeir eru í 500 l búri ásamt fleiri fiskum.

Image
Sá stóri, rúmir 20 cm.

Image
Þessi er um 15 cm.

Image
Lutino, hann er óvanalega rólegur í að stækka og er bara ca 10-12 cm.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég er að fara að eignast :wink: :lol:
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Ég er með þessa tvo. Þeir eru báðir rétt tæplega 10cm í hraðri stækkun.

Image
Leonardo

Image
Leonardo og Frissi

Svo eru tveir jack dempsey sem eru búrfélagar (vá, þetta kom ótrúlega mikið út eins og bólfélagar) þeirra.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ég er með einn óskar sem er orðinn gamall ,hátt í 20 ára .
hef verið með 3 önnur stk síðustu mánuði en þeir hafa allir farið á einn eða annan hátt.
http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic ... sc&start=0

Image
Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég dýrka þennan gamla hjá Nebba hann er ótrúlega durgslegur og enn durgslegri í eigin persónu, maður finnur hárin rísa á hnakkanum þegar horft er í augun á þeim gamla.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég er með tvö stykki, ógurlegir félagar og óaðskiljanlegir

Image

þessi svarti er um 14 cm og lutino um 10

ég gerði smá tilraun og prófaði að aðskilja þá..... þeir lögðust báðir á botninn og átu ekkert..... síðan setti ég þá saman aftur og þeir voru fljótir að taka við sér

síðan ætla ég að taka tvo littla(3-4 cm?) uppí fiskabúr.is svona mér til skemmtunar, þeir fara að sjálfsögðu ekki í búrið til þessa stóru
Last edited by Gudjon on 22 Jan 2007, 20:58, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nýjar myndir.
Image
Image

Eru ekki fleiri Óskara menn ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jæja, þá er það orðið opinbert. Ég gaf mig og er orðinn stoltur Oscar eigandi.
Þar sem myndavélin mín er rusl og það er of mikil spenna í búrinu mínu, spurning hvort að Vargurinn eigi mynd af þessari týpu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Birkir wrote:Jæja, þá er það orðið opinbert. Ég gaf mig og er orðinn stoltur Oscar eigandi.
Þar sem myndavélin mín er rusl og það er of mikil spenna í búrinu mínu, spurning hvort að Vargurinn eigi mynd af þessari týpu?
Hér er mynd af einum sem ég átti í sama lit. Ekki besta myndin en gefur hugmynd um litinn.
Image
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

ef maður myndi fá sér oskar hvað þarf hann stórt búr(ég er ekki að fara að fá mér langar bara að vita þetta)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

þeir hafa getu til að stækka mikið, þannig að ef þú vilt að hann nái fullri stærð þá þarfti að stækka við þig í búrum.
User avatar
joi D
Posts: 2
Joined: 21 Mar 2007, 23:50
Location: Nafli jarðar

Post by joi D »

er nýr hér á spjallinu enn ég fékk mér 2 stk óskar um daginn hjá fiskabúr sem eru um 10 cm og af sitt hvoru kyni miða við það sem ég náði að googla um kyngreiningu. hef þá í 130 ltr búri eins og er en er að smíða 750 ltr stikki sem verður tilbúið á næstu mánuðum. þeir eru með 2 malavi síkliður sem félaga og þótt ótrúlegt virðist vera þá láta þeir hvor aðra vera
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mér þykir afar ólíklegt að þú sjáir á þeim hvort þetta sé karl eða kerling, sérstaklega þegar þeir eru litlir.

Einu aðferðirnar sem er hægt að taka mark á með kyn á óskörum er að stinga upp í gotraufina hjá þeim og finna það þannig eða með því að horfa á þá hrygna.


Fyrir 2 fullvaxna óskara er mælt með því að hafa um 300 lítra búr. Þeir stækka líka mjög hratt þannig að það þarf eiginlega að gera ráð fyrir því frá byrjun. Þeir geta stækkað um allt að 4cm á mánuði þegar þeir eru ungir.

Fólk lendir oft í vandræðum með að hafa 2 óskara, annar leggur hinn í einelti og endar á að drepa hann.. Því er oft góð hugmynd að hafa bara einn, eða fá sér amk 4 til að dreifa árásagirninni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fólk lendir oft í vandræðum með að hafa 2 óskara, annar leggur hinn í einelti og endar á að drepa hann.. Því er oft góð hugmynd að hafa bara einn, eða fá sér amk 4 til að dreifa árásagirninni.
Ég hef eimitt oft heyrt þetta en hef í öllum tilfellum aðra sögu að seigja, tveir Óskara hjá mér eru alltaf miklir félagar og hanga mikið saman, mér sýnist oft að Óskarinn vilji eiga vin.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég er með tvo og þeir eru bestu vinir!.. ekki hægt að aðskilja þá og þeir hjálpast meira að segja að við að verja sig eins og t.d. þegar ég setti convictinn í búrið áðan þá fór hann eitthvað að skoða þá og þeir bara voru saman í árásarham!..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:
Fólk lendir oft í vandræðum með að hafa 2 óskara, annar leggur hinn í einelti og endar á að drepa hann.. Því er oft góð hugmynd að hafa bara einn, eða fá sér amk 4 til að dreifa árásagirninni.
Ég hef eimitt oft heyrt þetta en hef í öllum tilfellum aðra sögu að seigja, tveir Óskara hjá mér eru alltaf miklir félagar og hanga mikið saman, mér sýnist oft að Óskarinn vilji eiga vin.
Jamm, þetta er ekkert algilt...
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Gudjon wrote:Ég er með tvö stykki, ógurlegir félagar og óaðskiljanlegir

Image
Well, ég fékk mér einn Rauðan Oscar og er þá kominn með þrjá.
Þessi rauði braut upp þetta svakalega samband á milli þessara gömlu svo nú eru þeir bara kunningjar, engin fjandskapur á milli þeirra en enginn vinskapur heldur

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Æ þessar stelpur gera þetta alltaf - koma upp á milli vina! ;)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

hehe, maður hefur séð þetta gerast í raunveruleikanum og í bíómyndum en aldrei datt manni í hug að þetta gerðist líka í fiskabúrum, þessir Oscarar hafa meiri persónuleika en manni dettur í hug
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

keli wrote:Æ þessar stelpur gera þetta alltaf - koma upp á milli vina! ;)
Hehe... hélt það væri sem strákar vildu, hafa eina á milli :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
joi D
Posts: 2
Joined: 21 Mar 2007, 23:50
Location: Nafli jarðar

Post by joi D »

þetta virðist allt sleppa hjá mér þar sem óskararnir mínir eru búnir að vera óaðskiljanlegir síðan ég fékk þá og síkliðurnar eru ekkert búnar að bögga þá. þær eru greinilega komnar neðar í goggunarröðina og bíða alltaf eftir að óskararnir eru búnir að éta og fá sér þá afganginn. og svo er brúskurin minn farinn að láta sjá sig á daginn eftir að þeir komu þannig að þetta virðist allt ætla að ganga upp (svo með kyngreininguna sem ég nefndi ofar var bara verulega slæm þíðing hjá mér þegar ég fór að lesa þráðinn betur)
magnum
Posts: 12
Joined: 09 Dec 2006, 18:29

Post by magnum »

mamman 22cm
Image
pabbinn 25cm
Image
börnin (25 til 30) 2,5 cm
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt Magnum, er parið ekkert að setja sig í hrygningastellingar aftur ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Snilld að ná seiðum undan óskar - hvað er galdurinn? :)

Hvað eru seiðin gömul?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég væri til í að ná seiðum undan mínum félögum..
magnum
Posts: 12
Joined: 09 Dec 2006, 18:29

Post by magnum »

Hækka ph gildið.

Ég nota matarsoda til að hækka ph gildið og þá gerist hitt af sjálfum sér.
Ég las það einhversstaðar að þetta gerðist hjá þeim eftir miklar rigningar.
Ph gildið ríkur upp við allt þetta nýja vatn og þá er besti tímin í hrygningar.
Vatnavextir og fullt af æti.
Ég prufaði að halda ph gildinu háu í tvo mánuði og þeir hrygndu á hálfsmánaðar fresti hjá mér.
Miðað við stikuna hjá mér þá hefur þá fór ég vel yfir 7 í ph.
magnum
Posts: 12
Joined: 09 Dec 2006, 18:29

Post by magnum »

keli wrote:Snilld að ná seiðum undan óskar - hvað er galdurinn? :)

Hvað eru seiðin gömul?
Síðan í des 2006
http://208.100.9.87/viewtopic.php?p=317 ... ight=#3177
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég verð nú að henda inn myndum vegna þess að við breyttum 800 ltr búri í amerískt hjá okkur í búðinni og þar eru að sjálfsögðu Óskarar
Image

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég á tvo kjána sem eru eitthvað í kringum +10cm
Þetta er einn marmara albinói og svo venjulegur óskar

Image
Post Reply