Ok, það er nokkrar tegundir af fiskum sem mig langar í, en ég á erfitt með að velja úr og ætla að biðja ykkur um að hjálpa mér .
Hér eru fiskarnir sem mig langar í:
Óskar
Rope Fish
Polypterusa
Black Ghost
Stórir skalar
Severum
Clown Knife
þetta passa allt saman á einhverjum tímapunkti
en hvernig væri að reyna að finna eitthvað annað en svo margir eru með
það eru til endalausar tegundir þótt þessir fiskar séu fínir sem þú ert með í huga
ef þú ert með svona stórt búr eins og þessir fiskar þurfa þá stendur þér svo margt til boða
Af hverju ekki að hugleiða frekar stóra torfu af einhverjum smáfiskum. Torfur geta verið ansi flotar finnst mér og mun meira "impressive" en stakir stórir fiskar.
Æjj, ég er eiginlega komið með leið á litlu fiskunum í bili og langar að prufa þessa stóru
Samt væri örugglega rosalega flott að hafa torfu af neon/kardinála tetrum, kannski gotfiska og þess háttar með.
En efst á listanum hjá mér eru óskarar, rope fish og polypterusar.
Ég hefði þó ekkert á móti því að eiga ca. 250L búr með fullt af tetrum og gotfiskum
Ég væri nú alveg til í þennan Ghost sem þú ert með
En allra efst eru Rope Fish og Polypterus, spurning hvort maður fái sér ekki bara þessa tvo og Black Ghost og hvort það passi fleira með þeim
Mér myndi finnast búr með polypterusum og sköllum flott, skemmtileg blanda, hef séð einhver svoleiðis á myndum.
Ætti að passa fínt saman (og black ghostinn líka hehe)