Ég er búin að vera að lesa um einkennin þegar hrygnurnar eru seiðafullar. Mér finnst 2 hjá mér (einn plattý og einn sverðdragi) vera komnir með frekar stóra "bumbu", en sé engan svartann blett né önnur einkenni. Jú reyndar talaði einhver um að þær myndu "reyna að komast úr búrinu", og þær virðast vera að því, eru uppvið alla veggi syndandi upp og niður eins og þær séu að leita af leið út. Á meðan aðrir fiskar synda um þá synda þær bara upp og niður uppvið veggina.
Ef þær eru seiðafullar, hvað haldiði þá að þær eiga mikið eftir? Að myndunum að dæma.
Hér er sverðdragakonan.
Og hér er plattý fiskurinn á hlið (og sést "nefið" á sverðdragakallinum, fiskarnir urðu allir æstir í að komast í mynd þegar ég var að reyna að ná mynd af bara tveim

Og hér sjást þær saman, að synda að vegg sem þær eyddu svona 5 mín í að synda upp og niður þangað til þær færðu sig að næsta vegg.