Hver er besta leiðin til þess að fjölga Cabombu?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Hver er besta leiðin til þess að fjölga Cabombu?

Post by Jakob »

Fékk nokkrar cabombur í Trítlu um daginn, fékk þær uppl. að fljótasta leiðin til þess að láta þær fjölga sér væri að láta þær fljóta á yfirborðinu.
Er það besta leiðin eða er betra að hafa þær bara ofaní sandinum?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Er ekki cabomban ein af þeim (eins og sessilflorian) sem borgar sig að klippa ofanaf og stinga aftur í sandinn? er sjálf ný komin með og er alveg til í að vita þetta fyrir víst
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ég á cabombu og og ég klippi bara ofan af henni og sting í sandinn og voila alveg ný cabombu kvikindi :D :lol:
er að fikta mig áfram;)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

just add water and light segi ég nú bara, cabomba er algert illgresi og vex eins og hún fái greitt fyrir það.
Ef þú ert með lítið ljós, þá vex hún e.t.v. hraðar fljótandi nálægt ljósinu.
Post Reply