Já pipo takk fyrir að sýna áhuga. Það gengur bara furðuvel enda hef ég vatnaskipti einusinni i viku.
Þeir eru átta eftir en ég missti fjóra littla með jöfnu millibili fyrir svona tveimur mánuðum siðan en það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir þessum dauðsföllum nema þeir voru bara svo littlir og hafði ég engar sérstakar áhyggjur af þessu enda eru þeir átta sem eftir eru hraustir og fallegir og stækka ört og svo eru alltaf hrygningar i gangi af og til.
Það sem vakti athygli mina núna er að einn hængurin skipti um kellu um daginn og eru þau með hrygningu i gangi núna en ég hélt að pörin héldu tryggð við hvort annað allt sitt lif
Búrið er að fyllast af gróðri og er það að verða meira og meira að flottu Diskusabúri.
I búrinu eru um 30 cardinálar,bótiur og eitt par af bardagafiski.
Ein boðflenna er i búrinu en það er ein fangasikliða sem fær að kenna á discusunum af og til en ég hef séð að stórir discusar geta verið ansi aðgangsharðir.
Engin tryggð á þeim bænum - þessvegna er svo auðvelt að búa til nýja fína liti líka - fólk bara tekur staðfest kyn og setur þau saman og þau hrygna á endanum (sumir fljótar en aðrir)
Já það virðist vera þannig að litlu fiskarnir drepast,það var þannig hjá mér allavega,var með 5 litla með stóru og drápust þeir allir í rólegheitunum,það var eins og þeir væru hreinlega hræddir og þorðu ekki í matinn og bara vesluðust upp,annars væri nú gaman ef þú hefðir tök á því að taka nokkrar myndir af búrinu og sýnt hvernig það lítur út núna.
ég er soldið sammála þessu.... fékk einn lítinn úr fiskó í viðbót við hópinn sem var í góðu jafnvægi, þó að hann hafi verið mjög frakkur og hress í búðinni þá náði hann sér aldrei á strik í búrinu og drapst fyrir rest.
Já þeir virðast vera mjög viðkvæmir upp að ákveðinni stærð enda reyni ég að kaupa þá sem stærsta.
Minir littlu fóru bara i felur og það dró bara smá saman af þeim og þeir bara dóu
Nei þrir þeirra eru oðnir sex ára gamlir og koma úr Fiskó,þrir koma frá Dýragarðinum og hinir tveir keypti ég á netinu pinu littla ásamt þeim fjórum sem dóu en ég veit að einn þeirra sem dó var frá Guðmundi en um hina veit ég ekki hvaðan þeir koma.
Ólafur wrote:Tók frá discusa hroggn og flutti i annað búr um daginn og núna er allt byrjað að iða.
Næs, það er betra en helvítis bjánapörin sem ég á - þau eru alltaf búin að éta allt áður en hrognin fara að iða hjá mér. Ég bind reyndar miklar vonir við næsta par, melon og turquoise par sem er búið að hrygna nokkrum sinnum í stóra búrinu mínu..
Þegar ég kom heim i kvöld þá bókstaflega iðaði búrið af syndandi seiðum.
Reif dæluna uppúr með offorsi og setti loftstein i staðin.
Er ekki timi komin á að taka hængin uppúr? Er hans timi ekki búin þarna þvi ekki veitir af plássinu þvi búrið er ekki nema 60 litra og þetta eru tveir boltar
Það eru allir velkomnir i heimsókn ef menn nenna að renna til Kef en ég er i Brekkustig 31c
Ekki hugmynd en gott væri að fá einhverja vitneskju um það hvort báðir forelrarnir verða að vera hjá ungunum fyrstu vikurnar ef ekki þá ætla ég að rifa kallin uppúr en annars fær hann að vera.
Til gamans má geta þess að þetta búr er staðsett ofaná uppþvottavélini hjá konuni og hún þvær eina vél stundum á dag en þeir virðast ekki amast mikið út af titringinum sem kemur þegar hún þeytivindur
Seiðin hafa kanski hrists út úr hrognunum
var nú bara að ræða þetta við pípó rétt áðan og við erum bæði á því að það sé vonlaust mál að ala seiðin án foreldrana, þeir lifa á slímhúð foreldranna til að byrja með og það er ekkert fóður sem kemst upp í þau meðan þau eru það lítil.....
jamm það borgar sig að hafa báða foreldrana hjá. óþarfi að gefa seiðunum neitt fyrstu vikuna líka, kjafturinn á þeim er of lítill fyrir jafnvel minnsta mat fyrr en eftir um viku.
Já Keli það verður spennandi að fylgjast með hvað þetta endist lengi en ég gaf foreldrunum bloðorma i morgun og hafði vatnaskipti i búrinu áður en ég fór i vinnuna og seiðin eru enn á sveimi i hóp
Þær að discusaseiðin eru við það að sleppa laufblaðinu núna og ég skipti um vatn i búrinu tvisvar á sólarhring einusinni áður en ég fer i vinnuna(vakna kl 6 takk fyrir) og svo aftur þegar ég kem heim úr vinnuni.
Ég gef foreldrunum eingöngu blóðorma og lystin er góð en meira hjá hryggnuni heldur en hængninum veit ekki afhverju og vatnaskiptin fara fram eftir hverja gjöf. Hitastigið á vatninu er rétt um það bil 30 gráður og sýnist mér að það gefi vel, allavega enn Sem sagt allt á lifi enn
Flott að allt gangi vel,annars var ég að tala við herra Guðmund aðal diskusar snillinginn í gærkvöldi og hann sagði að þegar foreldrar eru fluttir svona með hrognum í annað búr þá væri jafnvel betra að taka bara annað foreldrið,því það gæti komið stress upp og þá gætu þau étið hrognin,annars sagði hann með fóðrun á seiðunum að það hafi liðið allt upp í mánuð frá því þau komu úr hrognum þar til hann hefði byrjað að gefa þeim artemiu,annars ef ég hef skilið hann rétt þá byrjar hann yfirleitt eftir hálfann mánuð.
Það er víst mælt með því að hætta að gefa foreldrunum meðan þeir sjá um seiðin - þeir framleiða víst einhver hormón með slímhúðinni sem seiðin nærast á sem gerir það að verkum að matarþörfin minnkar, og matur í búrinu eykur í rauninni á hættunni á því að vatnsgæðin fari í rugl. Í lagi að gefa smotterí svosem ef þeir taka við því, en það borgar sig víst að halda því í lágmarki.
keli wrote:Það er víst mælt með því að hætta að gefa foreldrunum meðan þeir sjá um seiðin - þeir framleiða víst einhver hormón með slímhúðinni sem seiðin nærast á sem gerir það að verkum að matarþörfin minnkar, og matur í búrinu eykur í rauninni á hættunni á því að vatnsgæðin fari í rugl. Í lagi að gefa smotterí svosem ef þeir taka við því, en það borgar sig víst að halda því í lágmarki.
Svo ætla ég hér með að panta myndir
Þetta gæti skýrt lystaleysið hjá kallinum en hann borðar ekki nálægt eins mikið og hryggnan.
Já það er ómetanlegt að fá svona upplýsingar frá ykkur og takk fyrir það en seyðin eru ekki enn farin að hanga utan á foreldrunum sinum en þegar það verður og ef þá minka ég matinn en það er örugglega stutt i að það fari að ske enda finnst mér seiðin rétt hanga á laufblaðinu núna.