Það má segja að ég sé byrjandi í þessu hobbýi. Þetta er mitt þriðja fiskabúr og hef ég átt það núna í eitt og hálft ár.
Fiskarnir sem hafa búið í þessu búri eru orðnir ansi margir og því vil ég endilega læra meira svo búrið haldist sem heilbrigðast.
Búrið eru bara tæpir 40 lítrar en stefnan er að kaupa stærra búr seinna á árinu.
Tók nokkrar myndir af búrinu áðan, í því er stór skalli, fjórar tetrur og eplasnigill. Náði engum góðum myndum af tetrunum:
Aðeins farið að sjá á skallanum
og hérna eru nokkrir af gömlu íbúum búrsins:
Þessi var í miklu uppáhaldi, var orðinn 10cm stór. Varð mjög skrítinn áður en hann dó, synti á hvolfi og skaust fram og til baka um búrið.
Hákarlinn var farinn að gæða sér á perlugúramanum, ég náði að bjarga honum, gaf hann.
ég er búinn að steingleyma hvað stóri tígrisfiskurinn og bótían heita, en ég hef lika verið með sverðdraga og svona með löngu slöri (lélegur með nöfn ), balahákarl, perlugúrama og fl og fl.
Vargur útskýrði fyrir mér af hverju fiskarnir mínir hafa verið duglegir að deyja, en ég fékk kolvitlausar leiðbeiningar um það hvernig ætti að þrífa búrið frá ónefndri dýrabúð. Það er vonandi að þeir haldist lengur lifandi hér eftir.
Við höfum átt skallann í 6mánuði og hann braggast ágætlega þó það er farið að sjást aðeins á honum. Síðan við fengum hann hafa nokkrir dáið.
Við fórum i fiskabur.is í gær og keyptum 6 litla fiska. 2 gullbarba og 4 ónefndar tetrur. Annar gullbarbinn dó sama dag, hann var hálfétinn og grunar mig að skallinn sé sá seki. Seinni gullbarbinn fannst látinn í morgun, óétinn samt.
Tetrurnar eru hinsvegar mjög hressar og aktívar.
Hafiði einhverja hugmynd um af hverju gullbarbarnir dóu? Gæti verið að skallinn hafi drepið þá eða eitthvað annað ?
Ég þigg allar athugasemdir og uppástungur varðandi búrið.
Ég er með plastplöntu, ætti ég að fá alvöru?
Ég á loftdælu en vantar stein, ætti ég að tengja hana?
Ég og mitt litla búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Skrýtið að gullbarbarnir hafi drepist, þeir eru sæmilega harðir, getur verið að það sé hátt nitrat í vatninu ? Skalinn getur vel átt sökina, sennilega heimaríkur í svona litlu búri og jafnvel bótian, þessi týpa, Botia Lochata getur verið nokkuð skæð og drepur oft aðra botnfiska og jafnvel hægfara fiska. Ég hefði samt haldið að gullbarbarnir ættu að ná að forðast hana.
Loftdæla er góður kostur, sérstaklega í svona hátt búr eins og þú ert með.
Lifandi gróður gerir einnig yfirleitt ekkert nema gott, gróðurinn nýtir nitrat úr vatninu. Þú ættir samt að fá þér þá auðveldar plöntur sem ekki eru ljósfrekar því sennilega er engin flóðlýsing í búrinu.
Loftdæla er góður kostur, sérstaklega í svona hátt búr eins og þú ert með.
Lifandi gróður gerir einnig yfirleitt ekkert nema gott, gróðurinn nýtir nitrat úr vatninu. Þú ættir samt að fá þér þá auðveldar plöntur sem ekki eru ljósfrekar því sennilega er engin flóðlýsing í búrinu.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Nú veit ég ekki einu sinni hvað nitrat erVargur wrote:Skrýtið að gullbarbarnir hafi drepist, þeir eru sæmilega harðir, getur verið að það sé hátt nitrat í vatninu ? Skalinn getur vel átt sökina, sennilega heimaríkur í svona litlu búri og jafnvel bótian, þessi týpa, Botia Lochata getur verið nokkuð skæð og drepur oft aðra botnfiska og jafnvel hægfara fiska. Ég hefði samt haldið að gullbarbarnir ættu að ná að forðast hana.
Loftdæla er góður kostur, sérstaklega í svona hátt búr eins og þú ert með.
Lifandi gróður gerir einnig yfirleitt ekkert nema gott, gróðurinn nýtir nitrat úr vatninu. Þú ættir samt að fá þér þá auðveldar plöntur sem ekki eru ljósfrekar því sennilega er engin flóðlýsing í búrinu.
En Skalinn er heimaríkur, hann fór strax að eltast við fiskana þegar þeir fóru ofaní búrið, en hann lætur tetrurnar í friði núna.
En þessi bótia sem ég sýndi er ekki lengur í búrinu, bara skalinn og tetrurnar.
En ég veit ekki alveg hvað þú átt við með flóðlýsingu í búrið, það er lítil innbyggð "ísskápa" ljósapera í lokinu.
(Ég slekk alltaf á ljósinu yfir nóttina, er ekki örugglega rétt að gera það?)
Ég verð þá að kíka við tækifæri til þín og ath með stein á loftdæluna og plöntur.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=456
Þessi pera er sennilega engan vegin nóg fyrir gróður nema þá gróður sem ekki þarf mikla lýsingu. Td. Anubias og Java mosa.
Alveg rétt að slökkva á nóttunni.
Þessi pera er sennilega engan vegin nóg fyrir gróður nema þá gróður sem ekki þarf mikla lýsingu. Td. Anubias og Java mosa.
Alveg rétt að slökkva á nóttunni.
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
Re: Ég og mitt litla búr
Vargur var kominn með bótíuna en tígris fiskurinnAndri Pogo wrote: ég er búinn að steingleyma hvað stóri tígrisfiskurinn og bótían heita
er Leporinus affinis ekki það að þetta séu eitthvað mikilvægar upplýsingar
þar sem þú ert ekki með þennan fisk lengur
En mér finnst þeir skemmtilegir og fallegir, átti örfá eintök fyrir nokkrum árum
og bara VARÐ að koma með latneska heitið fyrst ég man það enþá