Gróðurnæring?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Gróðurnæring?

Post by Fiskurinn »

Hvaða gróðurnæring er fólk að nota að staðaldri á sinn gróður?
Sjálfur nota ég næringu frá sera og hún svínvirkar líka þetta vel! Allur minn gróður vex eins og njóli á fjósarhaug.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég nota TetraPlant Plantamin og TetraPlant Crypto :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég nota EI (estimative index)

Athugaðu að þakka ekki bara næringunni fyrir vöxtinn, aðrar aðstæður geta skipt jafn miklu ef ekki meira máli.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Hvernig er það, nú er ég með nokkrar plöntur í 250L Malawi búrinu hjá mér og mér fynnst þær ekki nægilega grænar og fallgegar.
Ég nota enga næringu, er hún nauðsýnleg ?

Er með gróðurperu og á reyndar einhverjar gróður tölfur sem ég á að setja í mölina nálægt plöntunum.

Gerir næringin mikið eða á ég að fá mér eitthvað annað fyrir þær ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það fer mikið eftir því hvernig plöntur þetta eru, næringatöflur eru mjög góðar t.d. fyrir amazon sverðplöntur sem taka aðallega til sín næringu í gegn um ræturnar, en gera síðan ekkert fyrir t.d. Egeria densa, sem nærist eingöngu í gegn um blöðin.

Hvernig plöntur eru þetta?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég skammta næringu og snefilefni skv. EI eins og Sven.

Annan hvern dag gef ég lausn með KNO3 og KH2PO4.
Hina dagana gef ég lausn með snefilefnum sem nefnist Plantex CMS+B.
Einn dag í viku er svo frí, nema auðvitað fyrir aðal næringuna CO2. Hún er á alltaf og kemur úr gerjunarflösku.

50% vatnsskipti vikulega.

Efnin keypti ég af netinu frá http://www.aquariumfertilizers.com/.
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

Hrafnkell wrote:Ég skammta næringu og snefilefni skv. EI eins og Sven.

Annan hvern dag gef ég lausn með KNO3 og KH2PO4.
Hina dagana gef ég lausn með snefilefnum sem nefnist Plantex CMS+B.

Einn dag í viku er svo frí, nema auðvitað fyrir aðal næringuna CO2. Hún er á alltaf og kemur úr gerjunarflösku.

50% vatnsskipti vikulega.

Efnin keypti ég af netinu frá http://www.aquariumfertilizers.com/.
kínverksa fyrir normal mann :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

bömp!

Ég er í næringarpælingum núna.. Dauðlangar að panta mér af www.pfertz.com, virðist samt vera ansi dýrt. aquariumfertilizers virðast ekki vilja senda góða stöffið til íslands, t.d. no3. Getur maður kannski fengið það hérlendis? Apótekum eða eitthvað?

Annars getur verið að ég fari bara niðrí áburðarverksmiðju og kaupi mér 40kg poka og hendi nokkrum kornum í búrið daglega. Hljómar vel, ha? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

aquariumfertilizers senda kno3 hingað, gerðu það allavega þegar ég pantaði frá þeim. E-mailaðu þá bara á undan og spurðu hvort það sé ekki í lagi að leggja inn pöntun með no3. Það eru engar takmarkanir á innflutningi á því hingað.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

keli wrote:bömp!

Ég er í næringarpælingum núna.. Dauðlangar að panta mér af www.pfertz.com, virðist samt vera ansi dýrt. aquariumfertilizers virðast ekki vilja senda góða stöffið til íslands, t.d. no3. Getur maður kannski fengið það hérlendis? Apótekum eða eitthvað?

Annars getur verið að ég fari bara niðrí áburðarverksmiðju og kaupi mér 40kg poka og hendi nokkrum kornum í búrið daglega. Hljómar vel, ha? :)
:shock: þetta er dáltið dýrt! ætlarðu að láta senda þér vatn frá arizona? (með eh stöffi útí)
noob1000
Posts: 45
Joined: 06 Jul 2008, 10:44
Location: mosfellsbær

Plöntur

Post by noob1000 »

Sælir allir, ég var að spá hvort einhver af ykkur hafið verið að spá
hvort hægt væri að nota svo fljótandi plant food úr blómabúðum í búrin hjá
ykkur. Er það hægt eða er það bara þörungasprengja.Takk
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Alls ekki nota það, ekki ætlað til að taka tillit til þess að það séu fiskar í vatninu.
noob1000
Posts: 45
Joined: 06 Jul 2008, 10:44
Location: mosfellsbær

1

Post by noob1000 »

Sæll Sven takk fyrir plöntunar sem ég fékk hjá þér um áramótinn.
Þær eru flestar í lagi ég var bara að spá, ég sá í blómavali svona brús
frá schultz á brúsanum var þetta merkt hættulaust efni fyrir mönnum og músum enn ekkert sagt um fiska, enn ætti það ekki vera í lagi.
Kannski er maður svona crazy að reyna þetta. Er að fara í Co2 þrýstikútakerfi annars með hjálp Dýragarðamanna, verður spennandi aðgerð.Takk
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég myndi ekki vera að setja einhver efni út í búrið ef það er ekki ætlast til þess að það sé notað í þeim tilgangi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Gott að eitthvað af plöntunum dafnar ;)
Ég get ekki mælt með því að þú notir þetta efni. Getur þó e.t.v. lesið þig til um það. En ég mundi ekki setja svona efni út í búr án þess að vera 100% viss um að það sé safe.
Post Reply