Fiskarnir sem hafa búið í þessu búri eru orðnir ansi margir og því vil ég endilega læra meira svo búrið haldist sem heilbrigðast.
Búrið eru bara tæpir 40 lítrar en stefnan er að kaupa stærra búr seinna á árinu.
Tók nokkrar myndir af búrinu áðan, í því er stór skalli, fjórar tetrur og eplasnigill. Náði engum góðum myndum af tetrunum:

Aðeins farið að sjá á skallanum

og hérna eru nokkrir af gömlu íbúum búrsins:
Þessi var í miklu uppáhaldi, var orðinn 10cm stór. Varð mjög skrítinn áður en hann dó, synti á hvolfi og skaust fram og til baka um búrið.


Hákarlinn var farinn að gæða sér á perlugúramanum, ég náði að bjarga honum, gaf hann.

ég er búinn að steingleyma hvað stóri tígrisfiskurinn og bótían heita, en ég hef lika verið með sverðdraga og svona með löngu slöri (lélegur með nöfn ), balahákarl, perlugúrama og fl og fl.
Vargur útskýrði fyrir mér af hverju fiskarnir mínir hafa verið duglegir að deyja, en ég fékk kolvitlausar leiðbeiningar um það hvernig ætti að þrífa búrið frá ónefndri dýrabúð. Það er vonandi að þeir haldist lengur lifandi hér eftir.
Við höfum átt skallann í 6mánuði og hann braggast ágætlega þó það er farið að sjást aðeins á honum. Síðan við fengum hann hafa nokkrir dáið.
Við fórum i fiskabur.is í gær og keyptum 6 litla fiska. 2 gullbarba og 4 ónefndar tetrur. Annar gullbarbinn dó sama dag, hann var hálfétinn og grunar mig að skallinn sé sá seki. Seinni gullbarbinn fannst látinn í morgun, óétinn samt.
Tetrurnar eru hinsvegar mjög hressar og aktívar.
Hafiði einhverja hugmynd um af hverju gullbarbarnir dóu? Gæti verið að skallinn hafi drepið þá eða eitthvað annað ?
Ég þigg allar athugasemdir og uppástungur varðandi búrið.
Ég er með plastplöntu, ætti ég að fá alvöru?
Ég á loftdælu en vantar stein, ætti ég að tengja hana?