Hvar er hægt að fá hvíta möl ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hvar er hægt að fá hvíta möl ?

Post by Andri Pogo »

Ég er svona næstum því búinn að gera dauðaleit að hvítri möl fyrir nýja búrið. Vantar hana ca í stærðinni 1-3mm og svona 20-40kg kannski ?

Hefur einhver hér hugmynd um hvar ég get nálgast þannig möl ef það þá er til ?
Búinn að ath með Poulsen, þeir eiga bara fínni. Björgun er ekki með ljósa möl og hef farið í flestar dýrabúðir bæjarins án árángurs.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nágranni minn í sumarbústaðnum er með glás af hvítri möl hjá sér, ég skal spyrja hann um helgina ef þú verður ekki búinn að finna neitt út.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok takk fyrir það, en hún má ekki vera grófari en 3mm :wink:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Prófaðu Malbikunarstöðina Höfða, þeir eiga hvíta möl sem heitir Lysit og er notuð í malbik. Ég efast um að hún sé til svona fín en aldrei að vita.
Steypustöðin Mest gæti líka átt þetta.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok prófa það á morgun..

en þetta er myndin frá þér sem ég var að reyna að lýsa í dag, mér finnst þessi blanda af möl mjög flott:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

já þessi blanda er fín.
ég er einmitt að leita mér að ljósri möl en svo er ég bara búinn að heira að ljós möl er bara vesen það er að segja skítur og drulla sést svo mikið og ervitt að þrífa hana. enn hún er flott finnst mér.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er örugglega talsverður munur á að þrífa möl eða fínan sand.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eitt við ljósa möl/sand er að fiskarnir sýna ekki jafn fallega liti. T.d. rendurnar á trúðabótíum eru bara gráar þegar sandurinn er ljós. Sama má segja um marga aðra fiska.

Ég er með ljósa sjálfur hjá mér og tek eftir þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég veit að þetta er eeeldgamall þráður, en ég er að skoða allt sem ég finn um möl í fiskabúrin og vildi bara koma með smá info ef einhver skildi vera að gera það sama einn daginn og sjá þetta :) Einfaldlega tími ekki að kaupa mér rándýra poka í fiskabúðum. En já, Vargur stakk upp á Malbikunarstöðinni Höfða, og ég hringdi þangað núna áðan og spurði þá um þessa Lysit möl. Þegar ég minntist á að ég ætlaði að setja það í fiskabúr, þá sagði hún að þetta væri ekki möl eins og fæst í Björgun (úr sjónum) heldur er þetta fengið í noregi, búið að fara í gegnum allskonar vinnslu, á fullt af vélum og bílum osfrv, í kringum olíu og að lokum sent til landsins, svo ef mér þætti vænt um fiskana mína þá ætti ég ekki að setja þessa möl í búrið...

S.s. - ekki fá ykkur möl fyrir fiskabúrin ykkar í Malbikunarstöðinni Höfða :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

svona möl er til í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

bryndis wrote:Ég veit að þetta er eeeldgamall þráður, en ég er að skoða allt sem ég finn um möl í fiskabúrin og vildi bara koma með smá info ef einhver skildi vera að gera það sama einn daginn og sjá þetta :) Einfaldlega tími ekki að kaupa mér rándýra poka í fiskabúðum. En já, Vargur stakk upp á Malbikunarstöðinni Höfða, og ég hringdi þangað núna áðan og spurði þá um þessa Lysit möl. Þegar ég minntist á að ég ætlaði að setja það í fiskabúr, þá sagði hún að þetta væri ekki möl eins og fæst í Björgun (úr sjónum) heldur er þetta fengið í noregi, búið að fara í gegnum allskonar vinnslu, á fullt af vélum og bílum osfrv, í kringum olíu og að lokum sent til landsins, svo ef mér þætti vænt um fiskana mína þá ætti ég ekki að setja þessa möl í búrið...

S.s. - ekki fá ykkur möl fyrir fiskabúrin ykkar í Malbikunarstöðinni Höfða :)
Kjaftæði !
Ég þekki vinnsluferlið ágætlega og það er ekkert öðruvísi en á annari möl og ekkert annað að gera en að þrífa hana með heitu vatni ef maður vill setja hana í fiskabúr.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já er það? Þetta er það sem konan sagði við mig þegar ég hringdi, svo ég þorði ekki öðru en að sleppa því :)

EN ég fann loksins það fullkomna! MEST í hafnarfirði (hringhella minnir mig að það heiti), aaaallskonar sandur, ljós, gulleitur, ljósbrúnn, rauður osfrv osfrv... Og 25kg pokinn á 900-1000kr :) Þarf auðvitað að sjóða og skola mjög vel, var smá drulla/mosi sem sást bara þegar maður var búinn að hræra aðeins í þessu.. En já, þetta lítur mjög vel út..

http://mest.is/?category=41

Vildi bara deila þessu með ykkur :) Ég er allavega búin að finna minn stað

Vargur: ætli þetta sé þá ekki unnið alveg jafn mikið og á hinum staðnum?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Smellin er með hvars sand hauga svart og hvít í alskyns stærðum,þar fekk ég sandin í mitt búr passa bara að skola vel sem á reyndar við um allan sand hvort se þú kaupir hann út úr búð eða ekki.

Smellin er eininga verksmiða staðsett hjá Akrafjalli.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég fór einusinni bara í nauthólsvíkina og fékk fulla fötu af hvítum sandi alveg fríkeypis
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply