Gróðurbúr Guðrúnar!
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Ég fór niður í Dýragarð áðan, Kiddi ráðlagði mér að bæta T5 bara við, vera með 2x30 + 2x45, það er þá orðið 150w á 180 lítra, speglarnir hafa kannski hjálpað eitthvað þó að það séu örugglega eins ónákvæm vísindi eins og hægt er, þrátt fyrir loforð framleiðanda
ég er núna búin að skipta um heimabrugg á þessum 5 - 7 daga fresti um leið og vatnsskiptin, eftir mengunarslysið um daginn þá blanda ég í lítersflösku daginn áður og set síðan á kútinn þegar mesta frussið er búið. Mælingarnar hafa komið ágætlega út. Ég ákvað að splæsa frekar í ljósin en co2 búnað í þessari umferð, var farin að spyrjast fyrir um búnað hjá Aquaristic en þá brotnaði krónan niður!
þetta er reyndar ágætis tilefni til að endurskoða plönturnar, ég ætla að láta sessilfloruna fjúka, hún er öll hálf loðin, ég sé eiginlega ekkert eftir tenellus, mér finnst ljósi sandurinn bara fallegur í forgrunninn. Amazonsverðin urðu svo stór að ég færði aðeins til svo að þau væru ekki fyrir öðrum plöntum. Ég er svo með windelovburkna sem ég er að velta fyrir mér hvort að þyldi smá klórbað.
ég er núna búin að skipta um heimabrugg á þessum 5 - 7 daga fresti um leið og vatnsskiptin, eftir mengunarslysið um daginn þá blanda ég í lítersflösku daginn áður og set síðan á kútinn þegar mesta frussið er búið. Mælingarnar hafa komið ágætlega út. Ég ákvað að splæsa frekar í ljósin en co2 búnað í þessari umferð, var farin að spyrjast fyrir um búnað hjá Aquaristic en þá brotnaði krónan niður!
þetta er reyndar ágætis tilefni til að endurskoða plönturnar, ég ætla að láta sessilfloruna fjúka, hún er öll hálf loðin, ég sé eiginlega ekkert eftir tenellus, mér finnst ljósi sandurinn bara fallegur í forgrunninn. Amazonsverðin urðu svo stór að ég færði aðeins til svo að þau væru ekki fyrir öðrum plöntum. Ég er svo með windelovburkna sem ég er að velta fyrir mér hvort að þyldi smá klórbað.
Last edited by gudrungd on 17 Sep 2008, 20:27, edited 1 time in total.
Það verður hressilegt ljósmagn í búrinu.
Spurning hvort þú þurfir ekki að fara að gera breytingar á dælubúnaðinum hjá þér fyrir CO2 til að halda í við ljósið
Spurning hvort þú þurfir ekki að fara að gera breytingar á dælubúnaðinum hjá þér fyrir CO2 til að halda í við ljósið
Ég mundi ekki mæla með svona miklu ljósi með heimabruggað co2, þú átt eftir að lenda í herfilegum þörungavandræðum. Þegar þú ert komin með þetta mikið ljós, þá er nánast nauðsynlegt að vera með kosýrukerfi á kút.
Ef að einhverjar sveiflur verða á DIY brugginu, þá er þetta mikið ljósmagn þeim mun fljótara að refsa fyrir mistökin. Þetta er að vissu leyti þannir, því meira ljós sem þú ert með, þeim mun minni glugga hefur þú til að gera mistök eða að ójafnvægi komi upp. Þá eru þörungurinn og vandræðin mjög fljót að koma.... og mikið af þeim.
Ef að einhverjar sveiflur verða á DIY brugginu, þá er þetta mikið ljósmagn þeim mun fljótara að refsa fyrir mistökin. Þetta er að vissu leyti þannir, því meira ljós sem þú ert með, þeim mun minni glugga hefur þú til að gera mistök eða að ójafnvægi komi upp. Þá eru þörungurinn og vandræðin mjög fljót að koma.... og mikið af þeim.
Ekki endilega. Ég er með sambærilegt ljósmagn (heldur minna) og þetta myndi gefa á lítra og heimabruggs CO2 og engin "herfileg þörungavandræði" sem rekja má til þess. Allt spurning um útfærslu.Sven wrote:Ég mundi ekki mæla með svona miklu ljósi með heimabruggað co2, þú átt eftir að lenda í herfilegum þörungavandræðum.
En gott CO2 flæði skiptir auðvitað máli.
en þarna erum við að tala um talsvert mikið ljós, og þó að diy co2 geti gefið fínustu mettun af kolsýru, þá er hún sjaldnast jafn stöðug og með kút. það þarf ekki nema að það kólni nokkuð í herberginu sem fiskabúrið er í til þess að kolsýruframleiðslan fall talsvert mikið.
Það sem ég er í raun bara að segja er að jafnvægið verður mun viðkvæmara með svona miklum ljósum. En líka e.t.v. hægt að nota t5 ljósin, en svo nota t8 ljósin bara 2 tíma á dag. Það á víst að virka nokkuð vel. En ég mundi alls ekki mæla með því að vera með öll þessi ljós í gangi 8-10 tíma á dag með diy co2. bara mín 2 cent.
Það sem ég er í raun bara að segja er að jafnvægið verður mun viðkvæmara með svona miklum ljósum. En líka e.t.v. hægt að nota t5 ljósin, en svo nota t8 ljósin bara 2 tíma á dag. Það á víst að virka nokkuð vel. En ég mundi alls ekki mæla með því að vera með öll þessi ljós í gangi 8-10 tíma á dag með diy co2. bara mín 2 cent.
ég keypti 2 mjóa vonandi banhungraða sae fiska í dag til að hjálpa hinum spikfeitu stóru sem eru fyrir í búrinu mínu við þörungaátið. Ég er búin að panta T5 ljós og flapsa til að bæta við T8 ljósin og ætla að stilla þannig af að T8 ljósin logi fyrst, svo bæði og svo bara T8... svona morgun, miðdags og kvöldlýsing.... Ætla að sjá hvað gerist með þetta!
Held að hitastigið sé mjög stöðugt hjá mér, sérstaklega eftir að ég fór að draga fyrir þegar það er sól úti.... þarf ekki að hafa áhyggjur af því næsta hálfa árið held ég!
Held að hitastigið sé mjög stöðugt hjá mér, sérstaklega eftir að ég fór að draga fyrir þegar það er sól úti.... þarf ekki að hafa áhyggjur af því næsta hálfa árið held ég!
jæja... er komin með T5 ljósin í búrið, það reyndist ekki hægt að hafa bæði T5 og T8 í þessari stærð af Juwel en með speglunum þá held ég að þetta sé bara nokkuð gott. Ég tók nature- og daylightperur og er með nature fyrir framan. Ég hélt að ég þyrfti nýjar klemmur á speglana (arcadia, bar þá eins og kjáni í gegnum tollinn frá Finnlandi) en festingarnar skorðast nokkuð snyrtilega undir lokinu og þetta hringlar ekkert. Ég hlakka soldið til að taka myndir í þessari birtu en er ekki sjálf alveg búin að venjast búrinu eftir að ég grisjaði svona mikið. Ég spái öðrum nýja sae fisknum ekki langlífi, hangir á bakvið rót á meðan hinn chillar með fitubollunum mínum! Myndir þegar ég kemst yfir þörungasjokkið!
Það sem maður óttast mest gerðist.... þegar ég kom fram í morgun þá voru 4 diskusar dauðir og synodontisinn líka. Stóri cobaltinn var í einu horninu orðinn gulur með svarta bletti (???) og barðist fyrir lífi sínu. Sá eini sem var ekki dauðveikur var pigeonblood. Ég gerði 50% vatnsskipti strax og Cobaltinn er kominn með eðlilega liti en ég er ekkert viss að hann lifi þetta af. Það sem ég gerði í gær var að setja ContraIck í búrið.
salta, slepptu þessu lyfjasulli. Skítt með plönturnar, miklu meiri peningur og eftirsjá í discusunum. Skipta svo aggressívt um vatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Discusarnir 2 sem lifðu af eru eitthvað að hressast, komnir meira fram og búnir að éta aðeins. Cobaltinn er frekar tættur á uggunum og sporðinum en þetta virðist vera að hafast. Skrítið að hvað sem það var sem gerðist í búrinu virtist ekki hafa nein áhrif á tetrurnar, ancistrurnar og sae fiskana og discusarnir sem lifðu af voru stærstu fiskarnir. Það er almennur söknuður á heimilinu, ég sé ekki síst eftir synodontis petricola fisknum þó að það hafi farið lítið fyrir honum, en við erum ákveðin að fá fleiri discusa þegar þetta áfall er yfirstaðið. Ég ætla að gera aftur 50% vatnsskipti á morgun og sjá hvernig þetta fer allt saman.
Enda engin ástæða til að láta svona áfall stoppa sig. Þetta er því miður einn fylgifiskur áhugamálsins og maður verður víst að vera tilbúinn að kyngja afföllum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Æ en leiðinlegt að heyra.gudrungd wrote:Það sem maður óttast mest gerðist.... þegar ég kom fram í morgun þá voru 4 diskusar dauðir og synodontisinn líka. ....Það sem ég gerði í gær var að setja ContraIck í búrið.
Hvernig er með súrefni í vatninu? Þessi Ick lyf kalla á mikin súrefnisstyrk og sjúkdómurinn líka þar sem snýkjudýrin geta farið í tálknin. Það þekki ég af reynslu. Varð að setja sér loftdælu.
Fall er fararheill! Hlakka til að heyra af nýjum íbúum.
ég lifti rörinu af tunnudælunni upp úr vatninu svo að vatnið gutlaði og loftbólur komu ofaní vatnið... er ennþá með það þannig. Eitthvað hefur gerst, það er líklegast að þeir hafi kafnað. Furðulegt hvernig þeir urðu svona gulir og eins og með svarta marbletti eða fingraför. Ég setti þá í fötu fyrst en hafði einhvernvegin ekki lyst á því að taka myndir af þeim! Þetta með að snýkjudýrin hafi verið búin að veikja tálknin hljómar mjög rökrétt.
Cobaltinn var svona á litinn en ennþá með lífsmarki. Hann er lifandi en dálítið tættur og augun ekki eins skær. Ég verð að bíða og sjá hvernig fer.
Cobaltinn var svona á litinn en ennþá með lífsmarki. Hann er lifandi en dálítið tættur og augun ekki eins skær. Ég verð að bíða og sjá hvernig fer.
Last edited by gudrungd on 06 Oct 2008, 00:01, edited 1 time in total.
Ef þú ert komin með nokkuð mikið af plöntum og litla hreytingu á yfirborðinu og enga loftdælu, þá getur O2 innihaldið í vatninu hjá þér verið frekar lágt, svo þegar slökknar á ljósunum fara plönturnar að nota O2 líka og þetta getur kæft fiska. Fiskar þurfa mis mikla O2 mettun í vatninu og ég veit ekki hvernig það er með diskusa, flestar tetrur þurfa þó lítið. Miðað við uppruna diskusa hefði ég þó haldið að þeir þyrftu ekki mikla mettun.
Mér tókst að drepa nokkrar bótíur á sínum tíma áður en ég fattaði þetta. En bótíur þurfa frekar mikla o2 mettun.
Er núna með loftdælu á gangi í búrinu hjá mér á nóttunni.
Mér tókst að drepa nokkrar bótíur á sínum tíma áður en ég fattaði þetta. En bótíur þurfa frekar mikla o2 mettun.
Er núna með loftdælu á gangi í búrinu hjá mér á nóttunni.
ég var búin að velta þessu fyrir mér. Discusarnir lifa ekki í mjög súrefnisríku vatni (samskonar og tetrurnar í Rio Negro og Amazon) en samverkandi lyfjagjöfin, sem minnkar súrefnismettunina, ég er að keyra co2 og einmitt næturhluti ljóstillífunarinnar er örugglega orsökin. Ég get aukið súrefnið í vatninu mikið með því að lifta rörinu af tunnudælunni alveg uppúr, það fyllist allt af litlum loftbólum en ég þarf eh vegin að finna jafnvægið á móti co2
Nú er bara sorg.... discusarnir 2 sem lifðu af fyrra áfallið drápust í gær. Ég var búin að gefa einu sinni contraick í búrið og til að ég sæti ekki uppi með sníkjudýr með þol fyrir lyfjum þá setti ég aftur eftir 5 daga, góða loftun og 50% vatnsskipti. Þeir voru hressir um morguninn... (bara rólegir syndandi eins og alltaf í myrkri) dauðir þegar ég kom heim. Ég fór með þá niður í dýragarð í dag og sýni af vatninu. Á punktinum sýndist Kidda að þeir hefðu verið með sýkingu í tálknum en ætlar að kíkja á þetta betur á morgun. Ég gerði að sjálfsögðu aftur 50% vatnsskipti og er núna komin með UV filter frá GMA. (I am the Queen of second hand!) Ég hef greinilega verið of upptekin af þörungaveseninu til að skoða fiskana nógu vel! Ég er að telja í mig kjark að fá mér aftur discusa en því meira sem ég hugsa um það..... allir aðrir fiskar yrðu bara vonbrigði!
Þetta er grautfúlt, en ekki gefast upp, þetta eru alveg fiskar sem er þess virði að bíða eftir
Gerðist þetta allt eftir contraick gjöf? Heldurðu að það gæti átt hlut að máli?
Gerðist þetta allt eftir contraick gjöf? Heldurðu að það gæti átt hlut að máli?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
líklegasta skýringin er að tálknin hafi verið komin í það lélegt ástandi að þegar súrefnismettunin í vatninu dettur niður við lyfjagjöfina, þrátt fyrir það mikið loft í vatninu að það var "gruggugt" af loftbólum... að þeir hafi hreinlega kafnað. Þetta gerðist í bæði skiptin daginn eftir lyfjagjöfina. Ég hef sennilega bara verið of sein Það eru samt 12 cardinálatetrur í búrinu.... ekki ein einasta drepist hjá mér, 3 ancistrur, 2 oto og 5 sae, 2 gamlir og 3 ungir, 1 sae drapst með discusunum en hann hafði orðið fyrir stanslausu ofbeldi frá því að hann kom í búrið.
Ég verð nú að sýna fram á að ég sé ekki alveg búin að gefast upp.... það er enn smá hárþörungur í búrinu, ég reif mig upp á r***gatinu og hélt áfram að sinna gróðrinum... heimabrugg af co2 og flora gro+ (ekkert nitrat og fosfór) frá red sea, (væri til í að kaupa frá Tropica en það kostar milljón og eina krónu) skrítið að sjá að ef að plönturnar eru eitthvað skaddaðar þá "leka" þær, súrefni eða koltvísýring, ég er ekki viss.
ég er búin að fara í alvarlega skoðun á öðrum tegundum, þá síkliðutegundum, sem eru ekki jafn viðkvæmar og discusarnir..... en niðurstaðan er sú, það er bara enginn samanburður! UV filterinn er kominn í gang og eftir helgina fer ég að spá í hvernig ég raða í búrið aftur.
ég er búin að fara í alvarlega skoðun á öðrum tegundum, þá síkliðutegundum, sem eru ekki jafn viðkvæmar og discusarnir..... en niðurstaðan er sú, það er bara enginn samanburður! UV filterinn er kominn í gang og eftir helgina fer ég að spá í hvernig ég raða í búrið aftur.
Skal selja þér sambærilegt á eina krónugudrungd wrote:væri til í að kaupa frá Tropica en það kostar milljón og eina krónu
Nokkuð viss um að það er súrefni, þú sérð þetta ekki þegar engin ljóstillífun á sér stað.gudrungd wrote: skrítið að sjá að ef að plönturnar eru eitthvað skaddaðar þá "leka" þær, súrefni eða koltvísýring, ég er ekki viss.
Plantan framleiðir súrefni í blöðunum en flytur það svo um plöntuna þar sem þess er þörf, m.a. mikið niður í ræturnar.