Hún er búin að eiga einn slörfisk í að verða 2 ár. Hann hefur alltaf verið með sundmaga og vesen, en við höfum alltaf náð að hressa hann við, og halda honum á lífi. Núna er hann alveg við það að drepast. Systir mín hefur ekki í sér að sturta honum í klósettið, þó það væri endir á þjáningunni hjá greyinu eftir allan þennan tíma, og hún vill endilega gera e-ð fyrir hann.
Einkenni: Sundmaginn virðist ekki vera að hrjá hann núna, heldur liggur hann bara á botninum á hlið. Er eiginlega alveg dauður, en þegar maður pikkar í hann eða e-ð, þá hreyfir hann sig smá.. Ég sé engin frekari einkenni.
Ég læt fylgja tvær myndir, en vil taka fram að þessir hvítu blettir sem sjást á myndunum er bara sandurinn. Ég athugaði það sérstaklega, setti hann í annaðbúr og "skolaði" hann smá
