300l. Sikliðu/blandípoka-búr, 2007-2008

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

300l. Sikliðu/blandípoka-búr, 2007-2008

Post by Mr. Skúli »

Langar að gera smá þráð um síkliðueignir mínar.

29. janúar fékk ég 300l. búr og var kominn með fiska í það 5. febrúar,
reyndar voru engar sikliður í þeim hóp heldur bara pakkið sem var í litla búrinu.
6. febrúar var ég búinn að fækka um 3, fór með asísku glersuguna og litlu
bláhákarlana í Dýragarðinn og hef ég ekkert heyrt í þeim síðan.
10. Febrúar fór ég og náði mér loksins í tvær amerískar sikliður, þ.e. tvo rauða óskara,
frekar litlir eða 6 - 7 cm, en þeir oru ábtggilega orðnir svon 10 - 11 cm núna og borða mjög vel!

20. Febrúar setti ég í búrið einn 4cm. senegalus sem var alveg látinn í friði en
ég hef ekki séð hann núna í tvær vikur, þannig að ég giska á óskarsmatur.

21. Febrúar gaf ég elskulega Pictusinn minn til eins spjallverjans hér,
sé mikið eftir þeim kappa, fæ mér aftur svona gaur þegar ég hef búr fyrir þá s.s. þá eina.. eða eins og kannski 20stk. :D

23. Febrúar bætti ég vel í búrið:
4x brúsknefi
2x íslenska ála
20x neon tetrur
1x albino gibbiceps
3x demantssíkliður
þetta lifir núna allt í sátt og samlyndi hjá mér, nema tetrurnar, þær voru eitthvað uppá kannt við óskarana og demantana.. :D

20. Mars keypti ég mér fjóra fiska sem heita Mogurnda mogurnda og eru þeir frá ástralíu, ég setti þá í stóra búrið og hélt að þeir væru nógu stórir að óskararnir mindu láta þá í friði, en neeei það voru tveir drepnir, þannig að ég fór og náði mér í tvo síðustu sem voru nirði í fiskabúr.is og setti þá í 60l. búrið mitt, og þeir lifa góðu lífi þar.

22. Mars fékk ég mér einn Convict kall og tvo Koi ghost.

23. Mars fékk ég mér svo kellingu fyrir fangakallinn minn og asnaðist líka til að fá mér gullfisk sem er bara eins og hálfviti í stóra búrinu.
Convict karlinn er búinn að vera á fullu að grafa og svona í blómapottinum hjá mér en rysugan og állinn virðast halda að hann sé að gera þetta fyrir þau og verða svo voða ósátt þegar hann rekur þau burt, spurning hvort maður ætti að selja ryksuguna og litla álinn?..

27. Mars fékk ég mér svo loksins drauminn minn, Long fin pangasius, hefur langað í þetta óargadýr síðan ég sá kappann í fiskabúr.is, þeir eru rosalega skemmtilegir hjá mér, fjörugir og bara fallegir fiskar!

Framtíðarplön hjá mér eru:
Mér langar roslaega mikið í Jack Dempsey, en er ekki alveg viss, hvað hefur fólk um hann að segja? er hann skæður í minni fiskunum eða?

Og svo bara fjölga við mig búrum og fara að rækta eitthvað í mat fyrir mína sísvöngu óskara!

Hendi svo myndum af öllu síðustu 2 mánuði:

Image
Fyrsta uppstilling.
Image
Búrið í dag.
Image
Convict parið
Image
Pangsius
Image
Koi og rauðugginn
Image
Demantssikliða
Image
Koi
Image
Óskar
Image
Mogurnda mogurnda

Ég væri alveg til í að fá smá álit á hvað ég má bæta og breyta.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta er flott hjá þér

Ég persónulega er ekki mikið fyrir potta í stærri búrrum, ein er absolute hámark fyrir minn smekk
Mér finnst pottarnir oft koma betur út í minni búrum

Ég hef heyrt margar sögur um árásagirni JD en hef enga reynslu af þeim
ég held að þeir séu góðir með fiskum í svipaðri stærð (t.d. oscar)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu með þessa Mogurnda mogurnda eina í 60 ltr. búrinu og restina af fiskunum í stóra?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

tjahh, mogurnda mogurnda coeu nú færðir í frauðplastkassa áðan og 3 sverðdragar sem ég fékk mér settir í 60l. en það er bara í smá tíma.
Post Reply