Skrautfiskur - félagsfundur 1.4.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Skrautfiskur - félagsfundur 1.4.

Post by Vargur »

Næsti félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 01.04.
Þetta verður lokaður fundur aðeins fyrir skuldlausa félaga.
Last edited by Vargur on 30 Mar 2007, 00:43, edited 1 time in total.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Best að drífa sig þá að borga....
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta hefur alveg farið framhjá mér... hvað græðir maður á að vera félagi?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Félaginu er ætlað að efla fræðslu og áhuga á fiska hobbyinu og auka tengsl og kynni milli félagsmanna með því að standa fyrir fundum og öðrum uppákomum.

Félagsgjöld er innheimt til að standa straum af rekstri félagsins og kaupa á fræðsluefni eða öðru sem er til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Félagar munu eiga von á afsláttum og tilboðum frá verslunum og auk þess hafa aðgang að fræðsluefni um fiska og umhirðu þeirra.

Viljir þú ganga í félagið þarftu að senda mér einkapóst með nafni, heimilisfangi og símanúmeri eða mæta á opinn félagsfund og skrá þig.
Félagsmenn fá 10% afslátt bæði í Fiskabur.is og Dýragarðinum auk annara tilboða.
Mesti gróðinn er samt fólginn í kynnum við og félagsskap annara með sama áhugamál.
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

hvað er félagsgjaldið hátt?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Félagsgjald ´07 kr. 3.000.-

1157-26-4412
kt: 441295-2949
Eig: Skrautfiskur, áhugamannafélag.

Setjið kennitölu ykkar sem skýringu greiðslu og senda kvittun á asta69@simnet.is.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég vil minna á félagsfundinn sem verður haldinn heima hjá honum Guðjóni (Hr. Plexý) að Mýrargötu 7 í Vogunum, sunnudaginn 01.04. kl. 14:00.
Fundurinn verður einungis fyrir skuldlausa félaga og hægt er að greiða félagsgjaldið á staðnum.
Æskilegt er að fólk láti mig vita í ep ef það ætlar að mæta.
Fundurinn verður með svipuðu sniði og vanalega og að auki mun Guðjón sýna okkur um 1300 lítra af vatni, einnig verður hægt að ljúka fundi með því að líta við á hverfispöbbnum en þar er 700 l (ef ég man rétt) sikliðubúr.

Boðið er upp á sætaferðir úr Grafarvogi og Hafnarfirði ef einhver er bíllaus.

Þetta er ekki aprílgabb. :)
Post Reply