Ég keypti mér tvo Ropefish á Skrautfiskafundinum í Fiskó, og ég er að deyja úr ánægju, nema það að þeir fóru ofan í dæluna og neituðu hreinlega að koma upp úr
Miðað við frábæran þráð sem Andri Pogo gerði, þá sýnist mér ég vera með karl og kerlu.
Karlinn er í kringum 24cm og kerlan ca 20cm.
Og hér koma tvennar myndir af þeim
[Þær eru svolítið úr fókus]
Ropefish-arnir mínir
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Mozart,Felix og Rocky
- Posts: 409
- Joined: 03 Jan 2008, 17:33
- Location: 116 Kjalarnes
- Contact:
Ég þakka
Þegar ég kom heim úr vinnunni var kellan aftur farin ofan í dæluna, og þá ákvað ég að skella þeim í 85L búrið.
Þá byrjuðu leiðindi í kallinum þegar ég reyndi að ná honum í háfinn, svo hann ákvað að stökkva upp úr búrinu því hann var sko ekki á leiðinni í háfinn! Það endaði svo með eltingarleik á gólfinu og greyið allur út í ryki . En þá var komið að því að ná í "Dælu-dvellerinn" (aka kelluna) og það endaði með sömu ósköpum en hún fór á bak við kommóðuna en ég náði henni með háf og skellti henni í búrið með kallinum.
Þegar ég kom heim úr vinnunni var kellan aftur farin ofan í dæluna, og þá ákvað ég að skella þeim í 85L búrið.
Þá byrjuðu leiðindi í kallinum þegar ég reyndi að ná honum í háfinn, svo hann ákvað að stökkva upp úr búrinu því hann var sko ekki á leiðinni í háfinn! Það endaði svo með eltingarleik á gólfinu og greyið allur út í ryki . En þá var komið að því að ná í "Dælu-dvellerinn" (aka kelluna) og það endaði með sömu ósköpum en hún fór á bak við kommóðuna en ég náði henni með háf og skellti henni í búrið með kallinum.