Ásta wrote:Ég held það sé miklu skemmtilegra að horfa á þetta búr en arrowönuna (með stútfullri virðingu fyrir henni) svamla um á yfirborðinu.
Ég er ekki sammála... Ég og kærastan erum oft alveg dáleidd yfir að glápa á arowönuna mína, þetta kvikindi er svo tignarlegt og flott hvernig hún hreyfir sig að maður getur alveg gleymt sér fyrir framan búrið bara að glápa á einn fisk
Compressiers karlinn er alveg að ganga af göflunum, hann er búinn að sópa öllum fiskunum í búrinu yfir í annan helminginn og synir sig grimmt fyrir kerlunni, hún er ekki að sýna alveg nógu mikin áhuga en tilburðirnir í karlinum vekja þó athygli annara kerlinga í búrinu.
Hér er mynd af kappanum á fleygiferð.
Það var bráðfyndið að fylgjast með gaurnum áðan sópa brúsknef í burtu og eftir að hann kom honum frá þá gægðist einn synodontis kattfiskurinn út undan steini og karlinn gerði sér lítið fyrir og greip utan um afturhlutann með stóra kjaftinum og synti með hann yfir í hinn helminginn og fleygði honum þar eins og hverju öðru rusli. Svona hef ég aldrei séð áður.
Ég er jafnvel að hugsa um að losa mig við alla þessa fiska til að búa til pláss fyrir monsterin þó ég tími þeim varla.
Ef einhver hefur áhuga þá eru fiskarnirl til sölu. Myndir af öllum má sjá í þræðinum.
Þeir helst eru þessir, allir 12-15 cm.
Aulonocara jacobfreibergi kk.
Aulonocara o.b. kk
Aulonocara Red/blue kk
Copadichromis borleyi kk
Copadichromis borleyi kvk
Dimidiochromis compressiceps kvk
Nimbochromis livingstonii kk
Nimbochromis livingstonii kvk
Nimbochromis venustus kk
Nimbochromis venustus kvk (2stk)
Fossorochromis rostratus kk
Fossorochromis rostratus kk (2stk)
Einnig eitthvað af minni fiskum, 5-10 cm sem fást í kaupbæti með þeim stærri.