Get selt þá fyrir lítið eða látið í skiptum fyrir eitthvað annað clean-up crew eins og t.d. snigla.
Tekið af vefverslun tjörva:
Um dýrið: Vinsæll, bláfættur kuðungakrabbi með rauð bönd á fótunum og hvítar tær. Hann er reef-safe (kórallavænn) og nærist á alls kyns úrgangi og matarleifum, og einkum þörungi (sjá neðstu mynd). Þetta er einn af grunnverkamönnunum í sjávarbúri og má hafa marga saman til að halda búrinu hreinu og fínu. Þetta er harðger krabbi og gaman að fylgjast með honum að störfum. Þarf hreint og gott vatn og eðlilegan straum. Ekki má gleyma að setja stærri skeljar í búrið til hans, annars getur hann drepið snigla til að redda húsnæðismálunum.
