Fiskar með skjaldböku

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Fiskar með skjaldböku

Post by bryndis »

Eins kjánalegt og mér finnst að ég sé að stofan 5. þráðinn á þessari blaðsíðu, þá fann ég bara hvergi neinn annan þráð um svipað sem ég gat skoðað...

En kærastinn minn er með skjaldböku.. Og okkur langar svo að lífga aðeins uppá búrið með fiskum.. Við erum nú þegar með 1 corydoru og 10-12 neon/kardinala.. Ég var að spá í tígrisbörbum.. Hef heyrt að þeir séu e-ð árásargjarnir, en ég stórlega efast um að þeir fari e-ð að abbast uppá skjaldbökuna þó hún sé enn mjög lítil, og þeir eru mjög snöggir svo skjaldbakan nær þeim illa... Láta þeir ekki neon fiskana alveg í friði?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er ansi fróðlegt um tígris barba

This colorful barb is frequently chosen for a community tank, unfortunately they are not an ideal choice for all aquariums. When kept singly or in groups of two three, they will terrorize almost any fish that is unfortunate enough to reside in the same tank. Yet if they are kept in groups of a half dozen or more, they will usually keep their quarrelling to themselves.

Regardless of the numbers kept, it is never advisable to keep Tigers in the same tank with docile, slow moving, or long finned fish such as Angelfish or Bettas.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fiskar og skjaldbökur virkar ekki til frambúðar

þegar ég var með bökur setti ég 22 Neon ofan í búrið hjá mínum bökum og innan við viku var 1 eftir :)

drápseðlið og hópveiðin byrjar oft ekki að kikka almennilega inn fyr en þær ná svona 10 - 15cm

Var með 2 YBS bökur með risa danios, kongatetrum, Yellow lab og fleirri hraðskreðum fiskum

Gékk mjög vel þangað til einn daginn þegar ég kom heim var bara eitthvað Murder Mayham í gangi hjá þeim og þær drápu nánast hvern einasta fisk sem var í búrinu og ekki til þess að borða þá heldur bara til að drepa/Veiða þá

Það sem fer ofan í böku búr mun á endanum enda sem fóður, bara misjafnt hvað það tekur langan tíma
Kv. Jökull
Dyralif.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Vá, það er rosalegt! hehe

Ég reyndar vissi að fiskarnir endast ekki svo lengi, en þessi er ekki farin að drepa þá núna, ekki mikið amk.. Drepur kannski einn á mánaðarfresti eða svo.. Svo veit ég reyndar ekki hvort hún hafi drepið þá eða þeir drepist og hún og ryksugurnar étið leifarnar? En ég er reyndar bara að hugsa um þetta tímabundið, veit hún á eftir að gæða sér á einum og einum, og að lokum öllum :)

Svo ef ég fæ mér tígrisbarba ætti ég að hafa þá 6 eða fleiri? Eða ætti ég kannski að sleppa því bara? Þeir eru bara svo flottir! :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já 6 eða fleirri annars verða þeir ekki til friðs
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

best að hafa þá marga saman í hóp þá eru þeir meira að berjast innan hópsins, en ef þeir eru færri en 6 þá gætu þeir farið að bíta í og áreita aðra fiska. þeir eru líka flottir margir saman í hóp :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply