Hæ.
Það er búið að vera einhver sýking í fiskunum hjá mér,
Svo núna áðan rak ég augun í lítinn orm sem var ofan í sandinum
og þegar ég fór að athuga betur þá sá ég að sandurinn er fullur af þessum ófögnuði. þetta eru ca 1 cm langir óþokka en mjög mjóir.
Veit einhver ráð við að losna við þetta og hvort þetta séu einhver sníkjudýr í fiskunum.
Hjálp væri mjög vel þegin !!!!!!!!!!!!
Jamm þeir eru hvítir eða glærir lítið breiðari en mannshár.
og alveg upp í ca 3 cm langir.
Aaalveg hellingur við glerið í sandinum
Er ekki þetta málið sem er að hrella Borley fiskana ??
Ég held ekki, þessir ormar sem vanalega eru að flækjast í sandinum eru að ég held vitameinlausir þó skelfilegir séu að sjá, yfirleitt éta fiskarnir þetta niður á nokkrum dögum og botnfiskar eins og bótíur og Synodontis eru sérstaklega duglegir við á skófla þessu í sig. Ég veit ekki hvernig þetta kemur í búrið en ég hef oft séð þetta í búrum sem eru nýlega uppsett og sérstaklega þar sem skeljasandur er notaður.