Jæja, þá var ég að kaupa mér 85L Akvastabil (?) búr, gömlu týpuna, og var að hugsa hvort þið gætuð sagt mér frá skemmtilegum fiskum sem gætu gengið í þetta búr.
Ég er allavega staðráðin í að fá mér Bardagahæng eða nokkrar kellur.
Já, það er alveg pottþétt að hafa ancistrur
Ég veit samt ekki með tígrana, hef heyrt að þeir séu svo agressívir á slörfiska og þá sem synda hægt, eða er það vitleysa í mér?
Hér er ein hugmynd en hvort fiskarnir myndu njóta sín í 85L veit ég ekki.
Hugmyndin er Regnboga Síkliður sem eru mjög fallegar og einhver smart gróður og eina passalega rót og svo kannski 2 brúskar og kanski 10 neontetrur.
black widow tetrur eða demanta tetrur eru ferlega flottar og fjörlegar, alltaf á ferðinni. apistogramma dvergsíklíður eru fallegar og litlar. myndu passa í 85L búr.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
fiðrildasíkliður eins ramirezi eru með mikinn karakter, kellingin var fyrsti fiskurinn minn sem þekkti mig (þ.e. vissi hver gaf matinn!) og kallinn reyndi alltaf að reka mig úr búrinu með valdi ef ég var eitthvað að vesenast í gróðrinum!
Gotfiskar væru fínir í 85ltr
regnbogar og congotetrur verða of stórar í búrið
það eru til margar gerðir af gotfiskum og það besta er að margar tegundir koma til með að fjölga sér í búrinu