Búrið sprakk!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Búrið sprakk!

Post by Hrafnkell »

Jæja það ætlar ekki að ganga þrautalaust hér í Kópavoginum. Fyrst "svartidauði" í búrið og svo sprakk það áðan, botnlíming gaf sig.
Sem betur fer gerðist þetta ekki um nótt eða meðan við vorum í vinnu.

Sem betur fer lak "frekar hægt" úr því svo ég náði að bjarga vatni í fötur og setja fiskana og gróður þar. Filterdælan gengur í annari svo bakteríuflóran drepist ekki og loftdælan gengur í hinni.

Öll handklæði hússins eru blaut.

Ég þarf að redda nýju búri á morgun! Ætli það gangi að setja það upp og fiskana í samdægurs eða þarf ég að koma þeim í "fóstur"?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég setti upp 60l. búr og kom fiskum í á klukkutíma..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega allt í fína, hjálpar náttúrulega mikið að vera með dæluna og allt klárt.
Á ekki að nota tækifærið og fá sér stærra búr ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Jú það getur vel hugsast að búrið verði stækkað. Plássið er þó takmarkað svo það verður ekki mikið upp fyrir 100L sýnist mér. Einna helst pláss á hæðina . Breiddin má ekki fara mikið yfir 85cm sýnist mér.

Hvar er líklegt að fá góð búr á morgun?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sjálfsagt má fá góð búr í flestum verslunum.
Í Fiskabur.is var að koma búrasending í dag, þar er meðal annars búr sem hentar þér sennilega ágætlega. Juwel Rio 125
http://www.juwel-aquarium.de/en/rio.htm?cat=4

Eða Juwel Rekord 110
http://www.juwel-aquarium.de/en/rekord.htm?cat=16
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Damn leiðinlegt að heyra :( hvað var þetta stórt búr ?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég tæki rio búrið!, meira fyrir augað og bara vandaðara lok og svona.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Búrið var nú ekki nema 60L. Sá það þegar ég var búinn að tæma það að það var sprunga eftir botnglerinu endilöngu en ekki líming sem fór.

Skýringin er hugsanlega að búrið stóð á kommóðu. Hana er jú verið að opna og loka reglulega. Við það eru smá högg sem leiða upp í búrið. Ef smá veila hefur verið í glerinu hefur það kannski dugað til. Margt smátt gerir eitt stórt. Búrið sprakk samt ekki þegar verið var að loka skúffu.

Nýtt búr getur heldur ekki farið á neinn annan stað.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef nýja búrið á að fara á sama stað er þá sjálfsagt fínt að smella frauðplastri undir það til öryggis.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Juwel Rio 125L frá Fiskabúr.is varð fyrir valinu. Búrið fór upp í dag og fiskarnir eru komnir í það, frelsinu fengir. Reyndar þoldi einn Daníóinn ekki vistina í fötunni og stökk uppúr og inn í eilífðina meðan ég gæddi mér á marsipantertu í afmæli.

Plönturnar urðu ansi undarlegar af fötuvist, hringaðar og skrítnar. Þær eru líka komnar í, vonandi jafna þær sig þegar þær hafa ljósið til að teygja sig í á morgun.

Eplasnigillinn og ryksugan æða um í leit að fæðu, en enga að fá enda mölin úr gamla búrinu skoluð ásamt 2 pokum af nýrri möl (sem ekki veitti af). Glerið líka tandurhreint. Ég verð að reyna að gefa þeim eitthvað líklega á morgun.

Þegar loftskýið fer úr vatninu verður myndavélin dregin upp.

Sýrustigið og KH gildið komu mér á óvart. Sýrustigið á nýju vatninu mældist pH 6.4 (kannski lægra?) og KH gildið undir 3 gráðum skv. strimli.
Þetta er bara kalt vatn úr krananum í Kópavoginum. EKkert heitt vatn, bara blandað úr mörgum hraðsuðukötlum og pottum til að ná réttu hitastigi sem fyrst. Fróðlegt að sjá hvernig það þróast.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Til hamingju með nýja búrið

Post by Atli »

Já það var lagið. Til hamingju með nýja búrið þitt. Juwel stendur sig vel í þessu og er ég mest hrifnastur af dælubúnaðinum þeirra, að vísu tekur hún sinn toll í búrinu en maður sleppur öllu vatna sulli með tunnudælur og samskonar dælur. Sjálfur er ég með RIO 400L og eitt Rekord 70L. Ég vona bara að þú hugsir vel um nýja gripinn og passir hurðar og skúffur í framtíðinni.

Sjálfur ætla ég að reyna að eignast fleiri búr í RIO seriunni og jafnvel að ég fengi mér 2 stykki RIO 125 eins og þú varst að fá þér. Hugmyndinn er nefnilega að reyna að koma upp smá fiskarækt í nákominni framtíð.

VIVA LA Juwel eigendur!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt Atli, Wiva la Juwel !

Þetta lága sýrustig kemur á óvart og ég dreg í efa þessar tölur, ég held að erfitt sé að finna kranavatn á Íslandi í svona lágu sýrustigi Getur verið að testið sé eitthvað að stríða þér ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Getur vel verið að testið sé að stríða en það er samkvæmt sjálfu sér. Sýrustigið hefur örlítið þokast upp eftir sólarhring.

Á ég ekki bara að koma með kranavatnssýni í búðina fljótlega og þú mælir með þínum aðferðum? Ég vinn í nágrenninu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er ekki lengur með pH mælinn góða og er ekkert að stunda mælingar vanalega. Þú ert samt velkominn með vatnið við tækifæri og ég skal m´la það með strokutesti en ég hef litla trú á að Íslenskt kranavatn geti mælst svona lágt og sérstaklega að pH hækki eftir að það fer í búrið, nema þú hafir soðið vatnið. :roll:

Hvað er annars með nýja búrið, myndir ? :)
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Jæja, hér er nýja Juwel Rio 125L búrið eins og það er í dag.
Vatnið er en pínu skýjað af lofti en það minnkar óðum.

Image

Í því eru
3 gullbarbar
1 zebra daníói
1 leopard daníói
1 pleggi
1 eplasnigill

Gróður:
Hygrophilia Polysperma
Limnophila sessiliflora
Echinodorus subalatus
Plastus ljótus

Hygrophila Polysperma plantan er frekar ræfilsleg. Hún ætti að vera fljót að jafna sig og dafna. Fróðlegt verður að sjá hvort Echinodorus plantan nær sér á strik.

Þegar búrið nær betra jafnvægi verður að fjölga fiskum. Hvað það verður veit nú enginn.

Búrið sem sprakk leit svona út:

Image[/img][/url]
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Virðist vera miklu betri lýsing í nýja búrinu - plönturnar ættu að vera fljótar að ná sér á strik.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Plastus ljótus
Hehe :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hrafnkell, ert þú búinn að bæta einhverju í búrið?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hrafnkell: ég myndi smella sem fyrst upp sérþræði fyrir nýja búrið. Gaman að fylgjast með þannig þráðum. Lúðar - unite!
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Bara af því að ég hef verið að garfa í að hressa gróðurinn að undanförnu ákvað ég að taka mynd til að skjala stöðuna í dag.

Hygrophila polysperma (sem á að vera auðveldasta planta í heimi) er ekki að þrífast hjá mér. Ég lagðist í rannsóknir og hef komist að því að

a) Ljós mætti auka (þó H. polysperma eigi að þurfa lítið ljós). Sá þetta á því að Limnophilia sessiliflora var orðin mjög gisin. Það að þrífa peruspegla hjálpaði hér :)
b) Þótt ég hafi verið að gefa næringu (járn og snefilefni) var járn of lítið trúlega. Þetta sá ég með því að mæla járnið. Skammturinn sem ég var að gefa dugði til að viðhalda réttu járni en ekki til að koma því upp í gott magn. Gaf góðan skammt.
c) Nú þegar járn og ljós hafa batnað þá virðist nitur og fosfat varla mælast í búrinu, gróðurinn hakkar það í sig. Hef því gefið smá næringu með því.

Sjáum hvað gerist. Svona er staðan í dag.


Image
http://picasaweb.google.com/hrafnkelle/ ... 9972165522
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Jæja smá update á búrið.

Kribbapar hefur bæst í búrið og ég er farinn að nota Estimative Index aðferðina til að gefa næringu á gróðurinn.

M.v. síðustu mynd (rúmur mánuður síðan) er gróðurinn töluvert meiri. En ég er búinn að klippa hann niður amk 3svar síðan þá! Það væri ekki pláss fyrir fiskana ef ekki hefði verið klippt.

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Það er enginn smá vöxtur á gróðrinum :)
Glæsilegt búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hefur ansi vel tekið við sér gróðurinn hjá þér.
Hvaða fiska ertu með í búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig stendur á því að cacomban (eða svipuð planta) hjá þér vex svona hratt upp og er gisin, er það ekki klassísk dæmi um of lítið ljós ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

allt farið að dafna nokkuð vel hjá þér, rétt sem vargurinn bendir á cabomban (limnophilan) er greinilega ekki að drukkna í ljósi, frekar gisin, ekki svo slæm þó. Held að hún þurfi slatta mikið ljós til að vera vel þétt.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þetta er Limnophila Sessiliflora.

Já ljósmagnið gæti verið meira, það er alveg rétt. 2x20W T8, en það er það sem Juwell ljósastæðið býður upp á fyrir þetta búr.

Ég kýs að líta þannig á það að mér takist þetta með þessu ljósmagni :)

Juwel er komið með T5 lok sem gæti verið gaman að skipta í. Ókosturinn við þau er að það er óhefðbundin perustærð í þeim þannig það er bara hægt að nota Juwel perur. Annar möguleiki væri að kaupa auka straumfestu (e. ballest) fyrir T5 perur og festa auka spegla í Juwel lokin. Veit ekki hvort það er pláss fyrir það.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ásta wrote:Hvaða fiska ertu með í búrinu?

6 gullbarba,
7-8 zebradaníóa,
7 svartneontetrur,
1 brúsknefur,
1 SAE,
1 Flying fox,
kribbapar.

Svona ódýrt bland í poka :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

[quote="HrafnkellSvona ódýrt bland í poka :)[/quote]
Verðmiðinn segir ekki allt.
Ég er t.d. voða cheap en mikið í mig varið..... :lol: :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Góð Ásta. :D

Ég var eimitt með Limnophila Sessiliflora þegar ég var með gróðurbúrið í gangi, hún óx svakalega hjá mér en var samt mjög þétt og falleg, hún var reyndar svo þétt og skaut út svo miklum rótarskotum að hún kæfi nánast annan gróður í búrinu. Ég var með 2x 30w, daylight og gróðurperu.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sprettan frá síðustu helgi

Þá
Image

Image
Post Reply