Skán á skjaldbökunni?

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Skán á skjaldbökunni?

Post by bryndis »

Hæhæ,

Ég veit að þetta er fiskaspjall, en ég er með eina spurningu um skjaldböku..

Ég ætla að setja inn tvær myndir, ég setti ör á staðina þarsem þetta er mest áberandi, en þetta er líka á hinum stöðunum..

Allavega, ég var s.s. að taka eftir því að það er hvítt "skán" á skelinni, alveg hart, og ég næ ekki að plokka það af. Þetta lítur ekki út fyrir að vera migla en ég veit ekki hvað þetta er... sjá myndirnar

Image
Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

án þess að vera sérfræðingur en dóttir mín átti skjaldböku og hún flagnaði svona...... er hún ekki bara að stækka og er að losa sig við haminn?
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Get nú ekki sagt að ég viti mikið um svona bökur, en mér finnst það líklegast.
Þ.e.a.s. að hún sé bara einfaldlega að stækka. :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott RES :)

En þetta mun vera hamskipti, alls ekki reyna að plokka þetta af, þetta á að lostna sjálfkrafa með smá tíma

Þetta er tákn um að hún er að stækka :)

En ertu með UvB peru yfir landinu og aðra peru sem afla henni hita ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Samkvæmt öðru spjalli :) þá er þessi baka af tegundinni Map Turtle :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei það gæti alveg verið ef hún hefur ekki rauðu rendurnar

bryndis hérna er eitt stærsta skjaldböku spjall sem ég hef fundið þegar ég var í bökubransanum :)
www.turtletimes.com

Algjörir snillingar þarna sem vita allt um allar tegundir

Hérna er spjallið þeirra sem hefur nálægt 15000 notendum
http://www.turtletimes.com/forums/
Kv. Jökull
Dyralif.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei.. damn ég var svo að þræta við kærastann að þetta væri bara e-ð svoleiðis... var alveg viss um að skjaldbökur flögnuðu ekki, þeas að frumunum myndi bara fjölga og stækka skelina, eins og með beinin okkar... blah... þarf að éta það ofan í mig aftur.. hehe

Takk æðislega fyrir svörin, ég tékka á þessu spjalli.. Nei við erum nefnilega ekki með hitalampa yfir landinu, en landið er alveg uppvið ljósið í búrinu sem veitir smá hita.. Er samt ekki nauðsinlegt að kaupa þennan hitalampa? Hvar fæst hann á góðu verði?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þú þarft ekki sérstakan hita lampa, þú getur notað venjulega 40 - 60w (fer eftir því hversu langt peran getur verið frá bökunni) ljósaperu sem fer yfir landið og svo þarftu sérstaka flúrperu sem inniheldur UVb (Hefðbundnar flúrperur innihalda ekki UVb)

UVb peruna finnur þú í Fisko og heita þær líklegast Reptisun 5.0
Image

Hérna er mynd af uppsetningunni á mínu landi sem ég var með fyrir 2 YBS
Image

Lampann fékk ég í Ikea fyrir slikk setti síðan 40W peru minnir mig í hann og flúrperuna fékk ég í fisko, tengti peruna með arcadio flúrperu startara sem selst líka í Fisko

UVb er nauðsynlegt fyrir skjaldbökur þar sem skelin þeira notar geislana til þess að framleiða calsium sem styrkir skelina og beinin

Ef UVb vantar getur það leitt til heilsufars vandræða í framtíðinni með beinbrotum, skelbrotum sem eru oftast banvæn þar sem dýrinu blæðir oftast út, softshell og margt fleira
Kv. Jökull
Dyralif.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ókei, alltaf gaman að sjá hvernig fólk er með skjaldbökurnar sínar.. Við erum mikið búin að pæla í því hvernig við ætlum að hafa þetta. Viljum helst ekki fara útí að smíða e-ð brjálæði fyrr en kannski næsta sumar. Þá er hún búin að stækka meira og þarf stærra búr - og ég komin í sumar"frí", s.s. farin að vinna og á smá pening :)

Ég gafst upp á að bíða eftir mynd frá kærastanum svo ég tók eina á símann minn, hún er reyndar í alveg mjög lélegum gæðum (ef gæði getur kallast) :)
Image

Erum bara með venjulega peru, gefst ágætur hiti af henni og landið er alveg uppvið hana. En við erum að fara að kaupa almennilega peru núna á næstu dögum.[/img]
Post Reply