Rosalega vildi ég að ég hefði aðgang að myndavél núna.
Littlu seiðin eru núna syndandi i kring um hængin.
Þetta hef ég aldrei séð áður.
Skyldi vera tilviljun að seiðin velji hængin fremur en hryggnuna eða er þetta lögmál?
Sex ára gamall og timi komin til að unga út.
Náði sér i eina unga þvi ég keypti kellinguna fyrir tveimur mánuðum i Dyragarðinum og hún hefur ekki verið svo gömul þar.
Ástæðan fyrir því að seiðin eru á karlinum er að hann getur gert sig dökkan. Seiðin sækja í dökkan lit, og pidgeon blood discusar geta ekki gert sig dökka.
Þannig að ef það er eitthvað dökkt í búrinu sem seiðin sækja í, þá er pæling að taka það uppúr
Las það eh staðar á netinu að hreinræktaðir pigeon blood í aðra ættina ættu bara pigeon blood afkvæmi. þá snýst málið um hvort litafrumurnar eru í freknum eða stressröndum. Netið er ekki endilega rétt!
þetta er að giska og i fljótri talningu svona um og yfir 40 stykki en ætli affföllin séu ekki mikil
Guðrún það eru tveir fráteknir fyrir þig ef ég næ að koma einhverju á legg og eitthvað verður afgangs til að selja yfirleitt
pípó wrote:Ég panta hænginn þegar þú ert búinn að fá leið á honum
Hann verður varla til sölu á næstuni en maður skal aldrei segja aldrei.
Mér finnst eins og hlutverki hryggnunar sé lokið þvi seiðin eru alfarið hjá hænginum en ég þori ekki að taka kelluna uppúr en kanski er það i lagi þvi ekki veitir af plássinu þvi búrið er ekki nema 6o litra.
Er einhver hérna sem hefur reynslu af svona löguðu sem getur sagt hvort virkilega sé nauðsýnlegt að hafa báða boltana i eða bara það foreldri sem seiðin eru að éta af
Annars gengur allt vel enn.
Sá i morgun að seiðin voru komin yfir á hryggnuna svo þarna sá ég að nauðsynlegt er að hafa báða foreldrana.
Ef maður fer inná youtube og skoðar discus fry þá eru oftast báðir foreldrar með i búrunum
Bara svona til að undirstrika það sem ég sagði hérna fyrir ofan, þar sem þú virðist ekki hafa séð það
keli wrote:Ástæðan fyrir því að seiðin eru á karlinum er að hann getur gert sig dökkan. Seiðin sækja í dökkan lit, og pidgeon blood discusar geta ekki gert sig dökka.
Þannig að ef það er eitthvað dökkt í búrinu sem seiðin sækja í, þá er pæling að taka það uppúr