Þú þarft ekki sérstakan hita lampa, þú getur notað venjulega 40 - 60w (fer eftir því hversu langt peran getur verið frá bökunni) ljósaperu sem fer yfir landið og svo þarftu sérstaka flúrperu sem inniheldur UVb (Hefðbundnar flúrperur innihalda ekki UVb)
UVb peruna finnur þú í Fisko og heita þær líklegast Reptisun 5.0
Hérna er mynd af uppsetningunni á mínu landi sem ég var með fyrir 2 YBS
Lampann fékk ég í Ikea fyrir slikk setti síðan 40W peru minnir mig í hann og flúrperuna fékk ég í fisko, tengti peruna með arcadio flúrperu startara sem selst líka í Fisko
UVb er nauðsynlegt fyrir skjaldbökur þar sem skelin þeira notar geislana til þess að framleiða calsium sem styrkir skelina og beinin
Ef UVb vantar getur það leitt til heilsufars vandræða í framtíðinni með beinbrotum, skelbrotum sem eru oftast banvæn þar sem dýrinu blæðir oftast út, softshell og margt fleira