240L Malawi.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Toni wrote:Einnig ákvað ég að hend inn 2 myndum af 2 fiskum. Láta ykkur dæma um hvort par sé að ræða, ég keypti þau sem par en hef fengið ábendingar um að kerlingin sé ekki af sömu tegund.

Vonandi getið þið hjálað mér eitthvað útfrá þessum myndum. get komið með fleiri myndir ef þið viljið.

Þetta á að vera Aulonocara baenschi par

Karlinn:
Image

Konan:
Image

Það eru líka aðrar myndir hér aðeins fyrir ofan.
samkvæmt t.d. er þetta allt önnur kerling:
http://www.bigskycichlids.com/Abaenschix.htm

Hvað segið þið um þetta ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Verst er að þessar Álnaköru kerlur eru flestar keimlíkar.
Ef þú keyptir parið í verslun þá er ólíklegt að tvær Álnaköru týpur hafi verið saman í búri en ef það kom úr heimabúri með fleiri Álnakörum þá er ekki ólíklegt að einhver ruglingur hafi orðið.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Blessaður Vargur.
ég keypti parið í verslun, örugglega rétta kerlingin en mér fynnst hún bara svo allt öðruvísari heldur en á myndum inná öðrum síðum. :o
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Prófaðu að bera hana saman við kerlurnar sem eru eftir í búðinni, ef einhverjar eru.
Það er samt ólíklegt að verslun eða ræktandi hafi haft tvær tegundir saman í búri.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

jamm ætla að kíkja á morgun og tjékka á þessu.
en Vargur ætti ég að losa mig við þennan stóra gibba og fá mér nokkrar anctistrur ? betri í búrið eins og hjá mér ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Sér einhver út hvort kynin þessir Yellow Lab eru ? verð ég ekki að taka betri myndir ?

Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tveir kk sýnist mér.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já ég held það líka, helvíti vantar kerlu hana öðrum þeirra... veistu um einhverja ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Image
Ein spurning, mér var sagt að þetta væri örugglega Aulonocara baenschi
en ég fór aðeins að skoða þetta á netinu og fann mynd af svoleiðis tegund oghún er t.d. svona:
Image

en ég held að þetta sé Aulonocara Stuartgranti Maleri Sunshine Peacock
Hér er mynd af svoleiðis tegund:
Image

Eruð þið ekki sammála mér um að þetta sé rétt hjá mér ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér finnst þeir allir þrír bara alveg eins :?
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Hehe, mér fynnst það nú líka en þessir Aulonocara baenschi eru með svo mikið blátt í sér og minn er ekki svoleiðis, þannig ég held að þetta sé ekki þessi tegund Aulonocara baenschi .

önnur mynd af Aulonocara baenschi
Image
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Sæll Toni
já það getur verið erfitt að þekkja þessar Aulonocörur í sundur.
hérna er smá info:
Aulonocara Maleri frá: Namalenje, Nankoma, Maleri, Nakantenga og Chidunga rocks. Þarna ertu með nokkur litaafbrigði af sama fisk.
Svo er Aulonocara baenchi frá benga og Nkhomo reef.
Aðrir líkir eru Aulonocara Chipoka, Aulonocara Kande brown, fleiri ???
Og svo eru það Aquarium "hybrid" aulonocörurnar, þar sem að maðurinn er búinn að rækta út frá þessum tegundum.
En ef við skoðum myndirnar sem þú setur inn af þínum fisk,Aulonocara baenschi og Aulonocara Stuartgranti Maleri Sunshine Peacock, þá má sjá að blái liturinn á andlitinu á Malerinum fer lengra upp andlitið, yfir nasirnar og upp að auga, heldur en blái liturinn sem fer yfir andlitið á Aulonocara baenschi.
Ef við svo skoðum myndina af fisknum þínum þá fer blái liturinn yfir andlitið eins og á Aulonocara baenschi, það fynnst mér allavega.
Svo er komið annað hljóð í mig þegar að maður skoðar myndina af Aulonocöru kerluni þinni, mér fynnst hún allt of dökk til að vera Baenschi en fer þá frekar að líkjast Maleri kerlingu
:D
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Hann er Baenchi par meiri segja F1 á foreldrana niðrí búð ennþá.

Fiskarnir sem eru niðrí búð eru mun litsterkari en hjá honum.

Mínir eru reyndar í búri með sýustigiunu 8,2 og kóralsandi til að halda sýrustiginu háu.

Er reyndar ekki mynda af kerlunni hans þarna.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Jæja þá kom að því, Protomelas fenestratus Taiwan reef kerlan komin með hrogn uppí sig.

Image

Reyndi mitt besta að ná mynd af henni með opinn munninn, besta myndin.
Image
Það er vika síðan hún hryngdi, hvað tekur langann tíma fyrir eggin að klekjast út ?

Síðan ein mynd hérna af nýju Aulonocara baenschi kellunni. (að bíða eftir að hún fari að hryngna).
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman af þessu. Hrognin ættu að vera fullklakin á 17-23 dögum en það fer eftir tegundum og hitastigi í búrinu.
Þú sérð það þega þau eru farin að iða verulega upp í henni.
Ætlarðu að taka úr henni og koma seiðunum upp ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

tek vætanlega útúr henni eitthvað um þetta leyti sem þú sagðir.

Síðan er ég með 8 seiði sem voru uppí henni þegar ég fékk hana.
Image

hef mjög gaman að þessu, seiðin eru eitthvað um 2-3 vikna held ég... mjög erfitt að ná mynd af þeim, geta ekki stoppað bara
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Jæja þá er ég farinn að sjá seiðin uppí henni, spurning um að bíða í nokkra daga og taka síðan út úr henni, á fimtudaginn verða komnar 2 vikur síðan hún hryngdi.

Hvað segið þið ? bíða lengur eða ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þér sýnist kviðpokinn farinn þá er fínt að taka úr henni.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Jæja ég ákvað að taka seiðin útúr kellunni. Allt gekk mjög vel (fyrsta skipti sem ég tek svona útúr Malawi) og þetta var bara helvíti spennandi.

Ég bjóst við að fá kannski 10 stk en útkoman var góð :)

Image

43 stk. mjög sáttur :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

vá flott. Gekk allt vel? ætlaru að ala þau upp í sér búri?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ca 45 stk? Ekki slæmt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman af þessu.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Já það er nú frekar gott held ég að ná milli 40-45 í einu. Þegar ég keypti hana þá var hún með seiði uppí sér og þá voru bara 8 stk.

En já ég ala þau upp í sér búri er með eitt 54L búr hérna í það.

Image

Í búrinu eru 8 stk seiði af sömu tegund, 4 Anctirstur og ein Gubby kerling og einhver 20 gubby seiði sem bíða eiginlega bara eftir að vera étin. :S

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er séns á að stærri seiðin níðist á þeim minni.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já Vargur mér datt það í hug og gerði ráðstafanir, ákvað að skella þeim í fæðingabúrið sem ég á fyrir gubbyana, tók bara þarna sigtið úr því og ætla aðleyfa þeim aðeins að veraí búrinu kannski 2 vikur eða eitthvað álika.

Hafa ekki allir gaman af myndum :)

Image

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég var einhverntíman með gúbbíseiði í svona búri.... þarf ekki að passa soldið að halda vatninu fersku? ekki svo mikil hreyfing á því.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vabdamálið við þessi litlu búr er oftast bara að fólk gefur ALLT of mikið í þau.
Með smá skynsemi er ekkert mál að hafa seiði í svona búri.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já ég er búinn að klikka nokkrum sinnum á því að gefa of mikið í þau, þetta féll alltaf á botninn og fór bara að rotna og eitthvað..

Þannig maður passar sig að gefa bara lítið í einu og frekar oftar.

en þau er mjög hress og fín farin að synda á fullu og laus við allann kviðpoka.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott. Og sérlega skýrar og flottar myndir hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Ákvað að henda inn 2 myndum af seiðabúrinu, var að bæta aðeins við gróðri í það og líka 4 litlum Antcristum.

Image

Seiðin eru þvílíkt hraustleg og borða eins og svín.
Image
Post Reply