Sæll Toni
já það getur verið erfitt að þekkja þessar Aulonocörur í sundur.
hérna er smá info:
Aulonocara Maleri frá: Namalenje, Nankoma, Maleri, Nakantenga og Chidunga rocks. Þarna ertu með nokkur litaafbrigði af sama fisk.
Svo er Aulonocara baenchi frá benga og Nkhomo reef.
Aðrir líkir eru Aulonocara Chipoka, Aulonocara Kande brown, fleiri ???
Og svo eru það Aquarium "hybrid" aulonocörurnar, þar sem að maðurinn er búinn að rækta út frá þessum tegundum.
En ef við skoðum myndirnar sem þú setur inn af þínum fisk,Aulonocara baenschi og Aulonocara Stuartgranti Maleri Sunshine Peacock, þá má sjá að blái liturinn á andlitinu á Malerinum fer lengra upp andlitið, yfir nasirnar og upp að auga, heldur en blái liturinn sem fer yfir andlitið á Aulonocara baenschi.
Ef við svo skoðum myndina af fisknum þínum þá fer blái liturinn yfir andlitið eins og á Aulonocara baenschi, það fynnst mér allavega.
Svo er komið annað hljóð í mig þegar að maður skoðar myndina af Aulonocöru kerluni þinni, mér fynnst hún allt of dökk til að vera Baenschi en fer þá frekar að líkjast Maleri kerlingu