Myndaþráður Pípó

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þær eru þó fljótar að fjölga sér að þú verður kominn með alltof mikið af þessu fljótlega :)

Ég er einmitt að pæla hvort ég eigi að taka 1-2 pör úr stóra búrinu mínu og gefa þeim smá frið til að koma nokkrum hrygningum á legg.. En þá þarf ég víst að ná þeim fyrst.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Vona bara að drepi ekki þessi grey líka ( óvart ) :(
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já Keli mér líst vel á það,annars eru þetta eiginlega mínir uppáhalds fiskar svona fallega ljótir :) Ert þú með mikið af þeim Keli ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pípó wrote:Já Keli mér líst vel á það,annars eru þetta eiginlega mínir uppáhalds fiskar svona fallega ljótir :) Ert þú með mikið af þeim Keli ?
Það eiga að vera amk 5 stykki í 530l búrinu mínu... amk 2 pör.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Jæja langt síðan nokkuð hefur verið skrifað hér inni svo mér datt í hug að leifa fólki aðeins að fylgjast með hver staðan er hjá mér með búrin,allavega þá er ég búinn að selja allar aferísku síkliðurnar í 300 lítrunum og er kominn með Discusa í það búr,hef núna verið með þá í um 3 mánuði og búinn að vera í veseni með þá,en núna er allt komið í góðan gír,ég var víst með vitlausan hita í búrinu en um leið og ég breytti því þá varð allt í gott, þar eru líka um 20 4cm Ancistrur og 3 golden slor Ancistrur.Annað hundrað lítra búrið er núna með Fiðrildasíkliðu pari og gróðri,hitt hundraðið er tómt eins og er,hef ekki ennþá ákveðið hvað mig langar til að hafa í því,hallast helst að einhverjum smáum síkliðum,80 lítrarnir eru nú bara fullt af Gubby fiskum og þeirra seiðum og náttúrulega einu Ancistrupari sem eru með um 70 seiði og búin að hrygna aftur,skil ekki gredduna í þessu pari þau eru að hrygna einu sinni í mánuði,þetta er í 5 skiptið frá áramótum,60 lítrarnir eru með fiðrildasíkliðarpari og Ancistrupari með hrogn,svo eitt nýtt búr held að það sé um 50 lítrar,þar eru slatti af kribbum og ancistru ungum og fullorðnu Ancistrupari og pleggakvikindinu sem ég man aldrei nafnið á,svo er 1 lítið 25 lítra inni í geimslu,annars er gaman að segja frá því að sennilega eru spjallverjar hér inni sennilega komnir með um 350 Ancistrur frá mér :)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Jæja var að veiða ancistruseiði úr einu búrinu til að getað þrifið það og kom í ljós að þau voru 314 vúhú,vona bara að drengstaulinn sonur minn drepi ekki greyin meðan ég verð úti :cry:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:shock:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Einmitt þú sást þetta Ásta,ég er búinn að vera í fjóra tíma á veiðum :-) það ætti allavega að vera nóg til handa öllum í framtíðinni :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Búrið var krökkt en ég átti ekki von á að þeir væru svona margir, hefði giskað á 150 max.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég þarf að koma og fá seiði hjá þér - gleymi því alltaf... Hvenær kemurðu aftur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skellti mér í smá heimsón til Pípó áðan og skoðaði dýrðina, ég er alveg hissa á að fjölskyldan hendi honum ekki út, karlinn hlítur að skaffa vel. :) en hann er jafnvel búinn að troða fiskabúrum í barnaherbergin (reyndar eru börnin hálfullorðin og spurning hvoert þau ættu ekki að fara að drattast af heiman og leyfa gamla að fá hobby herbergi).

Þar sem Pípó er svo duglegur að setja inn myndir þá hendi ég inn þremum sem ég tók.

Image

Image

Image
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Hvað segiru pípó? Gafstu strax upp á myndavélinni?

Væri gaman að fá smá update hjá þér, ef þú átt einhverjar myndir í pokahorninu :D
jæajæa
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Nei ég gafst ekki upp.ég er bara háður drengstaulanum syni mínum með að setja inn myndir ég get ómögulega lært hvernig þetta er gert er eitthvað svakalega heftur hvað svona varðar :oops: en reyni fljótlega að koma með eitthvað.
User avatar
Sendibill
Posts: 191
Joined: 08 Feb 2008, 01:04
Location: Reykjavik
Contact:

Post by Sendibill »

pípó wrote:Image
Image
Image
Image
Jæja er að rembast við að læra þetta,fyrstu myndirnar mínar hingað inn vei :)En þær eru nú ekkert sérstaklega vel teknar,en vonandi verða þær betri með tímanum þegar ég verð búinn að læra á þessa ansk myndavél :evil:
Eitthvað af þessum fiskum synda glaðir um í búrinu mínu í dag...
Hlynur Jón Michelsen
Sendibill.com
Post Reply