Að fá fiska senda erlendis frá

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Að fá fiska senda erlendis frá

Post by Premium »

Sæl öll.

Ég var að vafra um netið og hef rekist á nokkrar áhugaverðar síður m.a. Aquabid. Þar er hægt að fá ýmsar tegundir sem mögulega væri ekki hægt að fá hér eða þá mögulega á lægra verði en býðst hér heima?

Hvað þarf að hafa í huga þegar fluttir eru inn lifandi fiskar/gróður? Í hvaða tollaflokk falla þeir, er sóttkvíarprósessið langt/dýrt? Borgar þetta sig yfir höfuð?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Talaðu við þína uppáhaldsverslun og ath hvort þeir geti ekki bara pantað fiskana sem þú villt.
Ekki ólíklegt að þú fáir einhvern afslátt ef þú borgar fyrirfram og tekur fiskana strax og þeir koma.
Annars er ekkert stórmál að fá innfluttningleyfi en fyrirhöfnin í kringum þetta borgar sig engan vegin.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Það var einmitt það sem mig grunaði. Takk fyrir skjótt og skýrt svar.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Sambandi við gróðurinn þá þarf engin leyfi. ég hef pantað frá malasíu (aquaticmagic á ebay), það kom í brúnu umslagi, bara ræturnar með smá stönglum alveg eins og var gefið upp, sumt lifði en annað ekki en kostaði líka smáræði. Frá þessu fyrirtæki er sumt með frírri heimsendingu. Veit ekki með tollaflokk en ef þeir hafa fyrir því að tollafgreiða (sem þeir gerðu ekki í mínu tilfelli) þá gæti ég trúað að það væri bara virðisaukaskattur. Vertu bara viss um að fyrirtækið gangi vel frá sendingunni og sendi örugglega í flugi! :P
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

gudrungd wrote: Veit ekki með tollaflokk en ef þeir hafa fyrir því að tollafgreiða (sem þeir gerðu ekki í mínu tilfelli) þá gæti ég trúað að það væri bara virðisaukaskattur. :P
Plöntur bera 30% toll og auðvitað virðisaukaskatt
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ok :-) ekki spurning að þetta eru réttar upplýsingar!
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Valið tollskrárnúmer 0602.9099 og
viðmiðunardagur: 29.10.2008 Innflutningur



Gildistími 01.01.2000 - 99.99.9999 GATT-binding Já
Krafa um Einingatala Prósentubinding (%) 135,00
Tekur fastnúmer Nei Magnbinding 185,98 Kr/ein
Hlutfallsprósentur PP hlutfall PL hlutfall
0,50 % 1,00 %
Magntölukröfur PP*,PL*,STK

Skilmálar tollskrárnúmers

Tollar Krónur %
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 30,00
B Evrópusambands-tollur (ESB) skv. tvíhliða samn. Ísl. við ESB 0,00
V Samkomulag Færeyja og Íslands um tollfrelsi allra vara 0,00

Gjöld Taxti
Ö2 Virðisaukaskattur 24,5% VSK 24,50 %
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 7,00 kr/kg. 7,00 Kr
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 3,00 kr/kg. 3,00 Kr
R2 Eftirlitsgjald af innflutningi plantna (2%) 2,00 %

Leyfi
HLP Heilbrigðisvottorð með lifandi plöntum, trjám, runnum o.fl.-
LPL Leyfi vegna innflutnings á plöntum og plöntuafurðum. -

Ekki þarf þessi leyfi ef ekkert af plöntunum eru á trérótum eða með mold eða leir í pottunum
Ábendi
TKRIT Tollskrárnúmer með 2 mánaða uppgjörstímabil v/skuldfærslu.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

æi það er gott að við höfum fólk hér til að þýða yfir á íslensku! :knús2:
Post Reply