Hæ allir!
Mig langar svo að vita hvort einhver hér getur frætt mig aðeins um Yellow lab?
Mér var einu sinni sagt að YL gætu verið góðir í því að losa mann við sniglaplágur, er það rétt?
Ég er með skala, tvær tetru tegundir, gúrama, fiðrilda síkiliður og ancistrur og var að velta fyrir mér hvort YL mundi falla vel í hópinn með þeim?
Takk takk
Y. lab passar ekki í þennan hóp, þeir eru allt of aggressivir fyrir þessa fiska.
Fáðu þér frekar bótíu, helst fleiri en eina ef búrið leyfir og þær losa þig við sniglana.
Takk kærlega fyrir svarið
hef aðeins verið að skoða bótíurnar og er að pæla hvort það er einhver sérstök tegund sem er betri en önnur?
Veit ekki hvað hún heitir sem mér líst best á en hún er svört og appelsínugul...sá mynd af svoleiðis hjá honum Kela sem er hér á spjallinu.
Já það er einmitt þessi. Takk
Ég las þarna að þær væru hópfiskar.. erum við þá að tala um einsog tetrur? 5 og fleiri..... fékk smá hnút þegar ég sá hvað þær geta orðið stórar...