Jæja, er að græja froskabúr með dóttur minni. Fáum froska á miðvikudaginn. Þeir eru svona albínóa klófroskar. Langar að vita meira um þá.
Erum bæði með vatn og land fyrir þá. Er það ekki rétt ?
Hvernig er með mat handa þeim, þarf ég virkilega að vera með lifandi orma í dollu ?
Hvað borða þeir og hvað þarf að gefa þeim oft ?
afrísku klófroskarnir þurfa ekki land, bara sambærileg umönnun á þeim og á fiskum.
Það þarf að passa að hafa búrið vel lokað, engar smáglufur.
Þeir eru mjög góðir í að sleppa út um lítil göt (þurfti sjálfur að leita af svona froski sem hafði sloppið, fannst loðinn undir sófa).
Það þarf ekki að rækta orma eða álíka vesen sem gæti þurft með landfroskum.
Fínt að gefa ánamaðka, rækjur og álíka mat og frekar sjaldnar en oft, þeir eru svo miklir sóðar.
þetta er sko dóttir Mörtu.ég er nýbúin að þurfa að leita að einum froskinum og það var erfitt.hann var orðinn appelsínu gulur þegar ég fann hann...er það eðlilegt ?????