Byrjandi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Byrjandi

Post by bryndis »

Jæja.. nú er ég búin að eiga búrið í viku.. Ég held reyndar að ég sé að byrja allt of hratt, en spurði alltaf í fiskabúðunum sem ég fór í hvað væri í lagi. Mig langar pínu að koma með smá yfirlit yfir búrið mitt, og ef einhver sem hefur vit á þessu getur kíkt yfir þráðinn og gefið mér tips þá væri það alveg ótrúlega vel þegið.

Ég er s.s. með 60l búr, með skeljasandi, 2 plöntum sem ég veit ekki hvað heita og flotgróður í einu horninu, hitari (búrið er í 25-26°C), dæla sem sprautar vatninu niður í búrið (sést aðeins á myndinni hér fyrir neðan), og svo setti ég bara steina úr steinasafni (sauð þá fyrst og skolaði vel) í staðin fyrir að kaupa rándýrt skraut / steina í fiskabúðum, er bara bláfátækur háskólanemi :)

Í búrinu er ég með 1 kk sverðdraga og 2 kvk, 1 kk plattý og 2 kvk (ein að fara að hrygna fljótlega), 1 kk bardagafisk, 2 ryksugufiska (veit ekki hvað þeir heita, litlir, ancystrur??) og svo 2 skala. Ég veit að þetta er allt of lítið búr fyrir skalana en ég spurði á 2 stöðum og þetta virðist vera í lagi.

Hér er svo mynd. Endilega commentið ef þið sjáið e-ð sem er ekki sniðugt eða vitið um e-r tips fyrir mig. Mig langar í meiri gróður í búrið, á eftir að bæta því við fljótlega. Veit bara ekki alveg hvernig gróður getur plummað sig vel í skeljasandi. Ælta að sjá hvernig þessi sem ég er með plummar sig.

Image
Skalarnir eru út í horni þarna, nýkomnir í búrið og frekar hræddir / "feimnir" fyrst :) Eru núna syndandi um. Ótúrlega fallegir.
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Mér sýnist þetta bara vera allt í topp málum hjá þér :góður:
Fín blanda, myndi jafnvel koma vel út að bæta nokkrum neon eða kardinal tetrum en það er náttúrulega bara smekks atriði..
Ég var sjálfur með skeljarsand í búri hjá mér lengi og hef aldrei lent í neinu veseni með gróður, hef þó að vísu bara verið með harðgerðar og auðveldar plöntur..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

skallarnir eru allt í lagi í þetta búr á meðan þeir eru litlir. en ekki ráðlegt að hafa þa í svona litlu búri þegar þeir eru orðnir stórir. þeir kjósa að vera í lygnu vatni frekar en straum miklu. þeir éta öll seiði sem þeir komast í, svo ef þu ætlast til að einhver seiði lifi hjá þér, þá ráðlegg ég þér að kaupa þér lítið seiðabúr, eða flotbúr fyrir óléttu kvk fiskana´þína ef þær verða það.

langa plantan heitir Valesneria. man ekki nafnið á hinni. plönturnar ættu að þrýfast ágætlega, ef þær fá góðan ljósatíma og næringu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skalarnir verða á endanum of stórir í búrið og jafnvel sverðdragararnir líka þar sem þeir geta orðið ansi fjörugir og angrað hvorn annan í svona litlum hóp, einnig er ekki gott að hafa sverdraga og platy saman þar sem tegundirnar geta blandast og það er ekki góður siður að láta frá sér þannig seiði ef einhver verða.

Annars er þetta smekklegasta búr og þú ættir að geta látið flestar plöntur vaxa sæmilega í skeljasandinum en þó velja þér plöntur sem þurfa lítið ljós þar sem lýsingin í búrinu bíður ekki upp á mikið. Ég mæli sérstaklega með Anubias plöntum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

er bardagafiskurinn ekkert að bögga hina? Einmitt sniðugt að vera ekkert með erfiðar plöntur nema þú ætlir að hella þér í plöntubúr! Getur alveg aukið við plönturnar ef þú velur harðgerðar tegundir. Skallarnir virka ekkert of stórir í búrið og þetta virðist ekkert ofhlaðið hjá þér, Þú þarft bara að spá í hvað þú gerir ef þú ert allt í einu með 50 seiði í búrinu! Getur ákveðið að fóðra skallana á lifandi fóðri eða koma þér upp seiðabúri.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Til hamingju með glæsilegt búr.

Plönturnar þínar heita Vallisneria (þessi langa mjóa) og Egeria Densa.

Varðandi hirðu á búrinu langar mér að benda þér á umræður hér á spjallinu, lestu t.d.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=50397#50397.

Gangi þér vel.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gangi þér vel með þetta fallega búr. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Vá, ég er bara að sjá þessi svör núna, greinilega gleymt að láta senda e-mail þegar svör berast :)

Síkiliðan: Takk :)

Hrafnkell: Takk fyrir nöfnin á plöntunum. Ég kíkti á þráðinn sem þú bentir á. Er með reminder á símanum mínum að skipta út 30% af vatninu á hverjum mánudegi :) Af hvejru ekki að finna sér e-ð að gera á annars leiðinlegum degi. Ég keypti svona botnsugu, en hún virkar ekki nógu vel með skeljasandinum, vill bara sjúga hann allann í burtu.

gudrungd: Bardagafiskurinn minn er elsti fiskurinn, er búin að eiga hann í 1,5 ár. Svo hann er alveg sallarólegur og böggar ekki neinn. En hinsvegar var mamma e-ð að fylgjast með búrinu og sagði að sverðdraginn væri e-ð að bögga bardagafiskinn.. Svo nei, það er eiginlega frekar öfugt :) Og já - ég kom upp seiðabúri ;)

Vargur: Ég hafði ekki hugmynd um þetta með að sverðdragar og platy gætu blandast? Hvernig verður útkoman? Ég er bara með 2 seiði núna, hef þá eiginlega litla hugmynd um hvað þetta er? :) Planið er að fá sér stærra búr.. það fær reyndar aðeins að bíða betri tíma :) Ég vissi þetta með skalana, en einhver sagði að þeir stækka ekki það mikið ef þeir eru í litlu búri, stækka bara eftir búrinu..

Lindared: Ég er með dælu sem sprautar vatni frá yfirborðinu og í búrið (slanga úr dælunni upp fyrir yfirborð og nokkur göt sem vatnið sprautast niður aftur.. ekki góð að lýsa þessu :)), ætti ég að breyta dælunni þá? Mér finnst þetta einmitt svo cozy hljóð :) Gott að sofna við það.

vkr: takk :) Já mig langar að bæta nokkrum litríkum smáfiskum,er svona að hugsa hvað það gæti verið.. Gæti vel farið í neonið, finnst þeir frekar flottir, nema þeir verða svo litlausir í svona sandi. Kærastinn minn er með 10-12 neon í skeljasandi, og þeir eru allir frekar daufir.



Ég fékk s.s. mér á endanum seiðabúr, en aaaalltof stórt, er að spá í að reyna að skipta í e-ð minna. Það er 75l en ég er bara með vatn í rétt rúmum helmingnum.. Ég var bara að setja það upp í gær. 'Eg notaði ekki skeljasandinn, heldur ljósa steina sem ég fékk í MEST í hfj, mjög fínn.

Það er reyndar alveg hriiikalegt basl að veiða konurnar úr búrinu og setja yfir í stóra! ég var að reyna að ná tveimur, og það endaði með því að ég var ´buin að rífa upp allar plönturnar þegar ég loksins náði þeim (er með 3 plöntur núna- ein bættist við).

Þarsem ég er núna með tvö búr, þá var ég að spá í að setja bara java mosa í botninn á "seiða"búrinu og fá mér fleiri fiska. Ég var að lesa um emperor tetra, því þær láta hrogn/seiðin alveg í friði, eru ekkert að éta þau.. og þá gæti ég jafnvel haft nokkra þannig bara alltaf í seiðabúrinu.. Er það kannski ekki sniðugt?

Og hvar fæ ég java mosa? kannski bara í öllum gæludýrabúðum? :) Fór í nokkrar í dag en gleymdi alltaf að spurja um hann.. gleymdi mér bara í að skoða fiska og labbaði svo út!! Fór án djóks í 3 búðir og labbaði alltaf bara út.. Svona er ég utan við mig..
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

75 lítrar er soldið stórt fyrir seiðabúr! ég er með 3 hlussu gullfiska í 70 lítrum :D Það er fínt að hafa bara javamosa í seiðabúrinu, sandur safnar alltaf í sig drullu og það er erfiðara að halda því hreinu. Ég hef séð javamosa í dýraríkinu í litlum boxum fljótandi í gróðurbúrunum. Var ekkert svo dýr að mig minnir! Ég losaði mig allann minn af því að hann safnar líka í sig rusli en örverurnar sem þrífast í honum eru fínar fyrir seiðin.
Last edited by gudrungd on 14 Oct 2008, 23:49, edited 1 time in total.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Sá flottan javamosa í Dýragarðinum um daginn.
Bæði á rót og eins á littlumplötum.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

ja ég veit, 75l er mjög stórt fyrir seiðabúr, ég bara auglýsti eftir búri á undir 5000kr og þetta var eina sem ég fékk ;) enda langar mig að setja þá nokkra fiska í það sem ekki ertu þekktir fyrir að éta seiði... ef það séu til fiskar sem éta þau ekki :)

Ég kom einmitt við í dýragarðinum áðan, en það opnar ekki fyrr en 12.. gott að vita af þessu, þá kíki ég aftur á eftir :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nei nei, þarft ekkert að breyta þessu, var bara að segja að skallar fíla sig ekki vel í straum, þeir eiga frekar erfitt með að synda í miklum straum, þeir kjósa helst, út í náttúrunni, að vera á stöðum þar sem vatnið er lygnt.

það er gott ef dælan nær að gára yfirborðið og nær að koma hringrás á vatnið, þá myndast ekki svo kölluð "dauð" svæði. súrefnis snauð svæði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stórt seiðabúr er bara betra.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Jæja, smá update og ein spurning..

Þarsem ég fékk 160l fiskabúr heim, sem mamma og pabbi féllust loksins á að geyma ef ég losaði mig við 1 búr :) Svo ég er að selja þetta 75l "seiðabúr" núna. Ég s.s. skellti skölunum í 160l búrið, með 2 öðrum skölum, bláhákörlum ofl. Svo nú eru bara sverðdragar, molly, plattý og ancistrur í mínu. Ég setti bara javamosa og flotgróður þangað, og ætla bara að sjá hvort einhver seiði nái að fela sig og lifa af.. Það eru amk meiri líkur á því eftir að skalarnir fóru :)

En eftir að ég setti alla fiskana saman kom upp smá hvítblettaveiki, en ég losnaði við hana með salti (takk vargur og keli :)). Núna er ég samt með eitt vandamál... Það var ein seiðafull plattýkerling sem fór úr seiðabúrinu og í hitt. Daginn eftir að hún skipti um búr þá "átti" hún, en bara í búrinu (hef ekki rekist á nein seiði ennþá, veit ekki hvort einhver hafi troðið sér í e-ð skot og falið sig). En eftir það þá var hún bara hangandi fyrir ofan dæluna, útí horni.. Og núna virðist hún eiga e-ð erfitt með að synda, hálf flýtur um, það litla sem hún hreyfir sig.. Ég setti eina mynd, þannig var hún í svona 10 mín, þangað til e-r fiskur fór að böggast í henni..
Ef þetta væri manneskja myndi ég halda að hún með frekar alvarlegt fæðingarþunglyndi.....en ég stórefa að það sé málið :)

Image
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

oog önnur spurning :)

Hvar er Furðufuglar og Fylgifiskar? Ennþá kjánalegri spurning - er það ennþá til?

Mig rámar í að það hafi verið niðrí bæ e-rntíman? (við hliðina á bæjarins bestu), og svo líka í fossvoginum? (e-rstaðar á milli pizza hut og staldrið (sem er núna aktu taktu)..

Á síðunni stendur að það sé á Borgarholtsbraut, en ég keyrði þar framhjá um daginn, ætlaði að kíkja í hana, en það virtist bara vera e-ð íbúðarhús?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hann er í bílskúrnum við húsið.... þarft yfirleitt að hringja í hann á undan
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ókei.. er þetta s.s. bara heima hjá honum?

En já - plattýkerlingin á myndinni var að drepast :S Veit ekkert af hverju.. hvítblettaveikin var alveg farin..


Svo er kallinn hennar kominn með smá kúlu á hausinn? Bara pínulitla, veit ekki hvort ég sé að skoða fiskana of vel.. En ég kannski bara bíð og sé hvernig það fer..
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hann Tjorvar er staddur í Bleikargróf 15. Síminn hjá honum er 581-1191

verslun.tjorvar.is :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ókei.. þetta lítur út fyrir að vera vefverslun? er hægt að panta á netinu s.s.?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

best að hringja í hann, hann á sumt og annað ekki.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote:Hann Tjorvar er staddur í Bleikargróf 15. Síminn hjá honum er 581-1191

verslun.tjorvar.is :)
Reyndar er það Borgarholtsbraut 20.
Post Reply